Af hverju SÁÁ - sýn mæðra Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir & Helga Guðmundsdóttir skrifa 16. apríl 2018 09:58 Það er ekki á allt kosið í þessu lífi og hver fjölskylda þarf að glíma við ólík vandamál. Undirritaðar eru mæður sem hafa þurft að glíma við erfiðleika vegna vímuefnavanda barna sinna, en verið svo gæfusamar að geta leitað til sérhæfðs fagaðila á því sviði. Leitað var til SÁÁ sem hefur á að skipa þverfaglegri þjónustu innan sinna vébanda fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Þar hafa dyrnar verið opnar fyrir alla sem óska eftir aðstoð bæði þeim sem eiga við fíknivanda að etja og aðstandenda þeirra og hefur svo verið frá því á árdögum starfseminnar. SÁÁ var stofnað af breiðum hópi framfarasinnaðs fólks þar á meðal þeirra sem hafði reynslu af vandanum og sótt sér meðferð í Bandaríkjunum, en þar hafði orðið byltingakennd þróun í meðferð með áherslu á bata. Eðli sjúkdómsins er samkvæmt reynslu og rannsóknum að bati verður ekki góður nema stöðva neyslu allra vímuefna. Einnig þarf að gera ráð fyrir bakföllum eins og á við með aðra króníska sjúkdóma og þar af leiðandi þurfa margir ítrekað að eiga aðgengi að bæði innlagnar- og göngudeildarmeðferð. Þá reynslu höfum við að ungmenni okkar hafa þurft ítrekað að fá aðstoð og stuðning. Alltaf hefur aðgengi fyrir stuðning verið til staðar hjá SÁÁ til að stöðva neysluna og fyrir það erum við þakklátar. Vímuefni virka nefnilega á heilastarfsemi sem fer úr jafnvægi og vítahringur fíknar heldur áfram ef ekkert er aðhafst. Afleiðingar neyslu vímuefna meðal einstaklinga með fíknisjúkdóm eru oft alvarlegar og hafa áhrif á geðræna, líkamlega og félagslega þætti. Í tilfellum þar sem ungt fólk á í hlut verður skaðinn oft á þann veg að ungmennið verður ófært um að stunda nám og/eða vinnu ef neyslan er ekki stöðvuð (þetta á reyndar einnig við fullorðna). Til þess að einstaklingur í slíkum vanda öðlist bata sem felur í sér betri fjölskyldutengsl og aðlögun að námi og/eða vinnu þarf að stöðva neyslu á stofnun með innlagnarmeðferð með sérhæfðu fagfólki í afeitrun. Þá sérhæfingu hefur sjúkrahúsið Vogur. Að henni lokinni er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að meðhöndla afleiðingar með áherslu á breytta hegðun og breyttan lífsstíl á inniliggjandi stofnun. Stundum er skynsamlegast að inniliggjandi eftirmeðferð sé til lengri tíma en stofnanir SÁÁ hafa uppá að bjóða almennt séð. Í málefnum ungmenna undir 18 ára bera stjórnvöld sérstaka ábyrgð sem hefur því miður skort á undanfarin ár hvað varðar nauðsynlega sérhæfða inniliggjandi meðferð. SÁÁ hefur staðið vaktina í þeim efnum og fær nú bágt fyrir. Í fjölda ára hafa gagnrýnisraddir verið uppi vegna þess að SÁÁ sinni þessum aldurshópi þar sem samgangur er á milli ungmenna og fullorðinna að einhverju leyti, það er rétt að langbest væri að hafa þetta algjörlega aðskilið. Af hverju hafa stjórnvöld ekki brugðist við og bætt þessa aðstöðu spyrjum við? Hvort sem það væri í samvinnu við SÁÁ eða ekki. Það eru ekki nein ný tíðindi að ungmenni allt niður í 14 ára og þaðan af yngri börn eigi við alvarlegan fíknivanda að etja og þurfi sértæka meðferð á sérhæfðri stofnun sem Vogur er og sem og eftirmeðferð og göngudeildarmeðferð samtakanna. Það vefst ekki fyrir þeim sem þekkja til eðli vímuefnaröskunar eins og það er skilgreint á fagmáli að sérhæfing stofnana SÁÁ er með afburðum ef horft er til annarra stofnana í öllu landinu hvað meðferð og stuðning við börn, ungmenni og fullorðinna. Eðli þessa vanda kallar enn fremur á áframhaldandi stuðning í göngudeild og á það við alla aldurshópa. Aðstoð við einstaklinga þarf að vera heildstæð m.t.t. nánustu fjölskyldu viðkomandi. Heildstæð sýn á vandann hefur einkennt starf SÁÁ þar sem áhersla hefur verið á að vinna með og byggja upp lífsstíl sem miðar að því að neysla vímuefna sé stöðvuð og tekist á við geðræna, líkamlega og félagslega þætti bæði hjá þeim sem á við vandann að etja og aðstandendum þeirra. Enda hafa rannsóknir og þróun þekkingar sýnt fram að mikilvægt er að aðstandendur fái faglega aðstoð helst samhliða því að sá sem er með fíknivanda fær aðstoð við að stöðva skaðlega neyslu sína á vímuefnum.Það sem einkennir starfsemi SÁÁ er alveg einstakt viðhorf og viðmót gagnvart bæði þeim sem eiga við fíknivanda að etja og aðstandendum þeirra. Í okkar tilfellum var það einn mikilvægast þátturinn í því að finnast eftirsóknavert að sækja aðstoð hjá stofnunum samtakanna og ekki síður í göngudeildinni þar sem aðstandendur hafa gott aðgengi að aðstoð. Þar mæta notendur þjónustunnar ekki fordómum vegna ástands sem eru afleiðingar erfiðs sjúkdóms og leita því aftur og aftur eftir því sem þörf krefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki á allt kosið í þessu lífi og hver fjölskylda þarf að glíma við ólík vandamál. Undirritaðar eru mæður sem hafa þurft að glíma við erfiðleika vegna vímuefnavanda barna sinna, en verið svo gæfusamar að geta leitað til sérhæfðs fagaðila á því sviði. Leitað var til SÁÁ sem hefur á að skipa þverfaglegri þjónustu innan sinna vébanda fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Þar hafa dyrnar verið opnar fyrir alla sem óska eftir aðstoð bæði þeim sem eiga við fíknivanda að etja og aðstandenda þeirra og hefur svo verið frá því á árdögum starfseminnar. SÁÁ var stofnað af breiðum hópi framfarasinnaðs fólks þar á meðal þeirra sem hafði reynslu af vandanum og sótt sér meðferð í Bandaríkjunum, en þar hafði orðið byltingakennd þróun í meðferð með áherslu á bata. Eðli sjúkdómsins er samkvæmt reynslu og rannsóknum að bati verður ekki góður nema stöðva neyslu allra vímuefna. Einnig þarf að gera ráð fyrir bakföllum eins og á við með aðra króníska sjúkdóma og þar af leiðandi þurfa margir ítrekað að eiga aðgengi að bæði innlagnar- og göngudeildarmeðferð. Þá reynslu höfum við að ungmenni okkar hafa þurft ítrekað að fá aðstoð og stuðning. Alltaf hefur aðgengi fyrir stuðning verið til staðar hjá SÁÁ til að stöðva neysluna og fyrir það erum við þakklátar. Vímuefni virka nefnilega á heilastarfsemi sem fer úr jafnvægi og vítahringur fíknar heldur áfram ef ekkert er aðhafst. Afleiðingar neyslu vímuefna meðal einstaklinga með fíknisjúkdóm eru oft alvarlegar og hafa áhrif á geðræna, líkamlega og félagslega þætti. Í tilfellum þar sem ungt fólk á í hlut verður skaðinn oft á þann veg að ungmennið verður ófært um að stunda nám og/eða vinnu ef neyslan er ekki stöðvuð (þetta á reyndar einnig við fullorðna). Til þess að einstaklingur í slíkum vanda öðlist bata sem felur í sér betri fjölskyldutengsl og aðlögun að námi og/eða vinnu þarf að stöðva neyslu á stofnun með innlagnarmeðferð með sérhæfðu fagfólki í afeitrun. Þá sérhæfingu hefur sjúkrahúsið Vogur. Að henni lokinni er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að meðhöndla afleiðingar með áherslu á breytta hegðun og breyttan lífsstíl á inniliggjandi stofnun. Stundum er skynsamlegast að inniliggjandi eftirmeðferð sé til lengri tíma en stofnanir SÁÁ hafa uppá að bjóða almennt séð. Í málefnum ungmenna undir 18 ára bera stjórnvöld sérstaka ábyrgð sem hefur því miður skort á undanfarin ár hvað varðar nauðsynlega sérhæfða inniliggjandi meðferð. SÁÁ hefur staðið vaktina í þeim efnum og fær nú bágt fyrir. Í fjölda ára hafa gagnrýnisraddir verið uppi vegna þess að SÁÁ sinni þessum aldurshópi þar sem samgangur er á milli ungmenna og fullorðinna að einhverju leyti, það er rétt að langbest væri að hafa þetta algjörlega aðskilið. Af hverju hafa stjórnvöld ekki brugðist við og bætt þessa aðstöðu spyrjum við? Hvort sem það væri í samvinnu við SÁÁ eða ekki. Það eru ekki nein ný tíðindi að ungmenni allt niður í 14 ára og þaðan af yngri börn eigi við alvarlegan fíknivanda að etja og þurfi sértæka meðferð á sérhæfðri stofnun sem Vogur er og sem og eftirmeðferð og göngudeildarmeðferð samtakanna. Það vefst ekki fyrir þeim sem þekkja til eðli vímuefnaröskunar eins og það er skilgreint á fagmáli að sérhæfing stofnana SÁÁ er með afburðum ef horft er til annarra stofnana í öllu landinu hvað meðferð og stuðning við börn, ungmenni og fullorðinna. Eðli þessa vanda kallar enn fremur á áframhaldandi stuðning í göngudeild og á það við alla aldurshópa. Aðstoð við einstaklinga þarf að vera heildstæð m.t.t. nánustu fjölskyldu viðkomandi. Heildstæð sýn á vandann hefur einkennt starf SÁÁ þar sem áhersla hefur verið á að vinna með og byggja upp lífsstíl sem miðar að því að neysla vímuefna sé stöðvuð og tekist á við geðræna, líkamlega og félagslega þætti bæði hjá þeim sem á við vandann að etja og aðstandendum þeirra. Enda hafa rannsóknir og þróun þekkingar sýnt fram að mikilvægt er að aðstandendur fái faglega aðstoð helst samhliða því að sá sem er með fíknivanda fær aðstoð við að stöðva skaðlega neyslu sína á vímuefnum.Það sem einkennir starfsemi SÁÁ er alveg einstakt viðhorf og viðmót gagnvart bæði þeim sem eiga við fíknivanda að etja og aðstandendum þeirra. Í okkar tilfellum var það einn mikilvægast þátturinn í því að finnast eftirsóknavert að sækja aðstoð hjá stofnunum samtakanna og ekki síður í göngudeildinni þar sem aðstandendur hafa gott aðgengi að aðstoð. Þar mæta notendur þjónustunnar ekki fordómum vegna ástands sem eru afleiðingar erfiðs sjúkdóms og leita því aftur og aftur eftir því sem þörf krefur.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun