Körfubolti

Tryggvi Snær reynir að komast í NBA-deildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Bára

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji í körfubolta, ætlar að gefa kost á sér í nýliðavali NBA-deildinna fyrir næstu leiktíð og þannig reyna að komast að í bestu körfuboltadeild heims.

ESPN segist hafa heimildir fyrir þessu en Tryggvi, sem er 21 árs gamall, spilar með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur vakið mikla athygli að undanförnu, sérstaklega Evrópumótinu á síðasta ári.

Tryggvi skoraði 16 stig að meðaltali í leik og tók tæp tólf fráköst með U20 ára landsliðinu á EM síðasta sumar þar sem hann fékk mikla umfjöllun og hafa stórlið fylgst með honum allar götur síðan.

Tryggvi gæti, ef allt gengur að óskum, orðið annar Íslendingurinn sem spilar í NBA-deildinni en Pétur Guðmundsson lék á níunda áratug síðustu aldar með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.