Hafa skal það sem sannara reynist Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu
Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar