Þanin sundur og saman Ingólfur Bender skrifar 18. apríl 2018 07:00 Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun