Fjárfestum í framtíðinni! Ingvar Jónsson skrifar 2. apríl 2018 09:00 Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Gerum byltingu í skólamálum borgarinnar Náttúruauðlindir eru ekki trygging fyrir góðum lífskjörum almennings. Það er hins vegar menntun. Finnar ákváðu að setja menntun barnanna sinna í forgang með frábærum árangri og það viljum við Framsóknarmenn í Reykjavík líka gera. Það er staðreynd að þessi mál hafa ekki verið í forgangi hjá núverandi meirihluta og við verðum að forgangsraða á komandi kjörtímabili í þágu leik- og grunnskóla í borginni.Setjum leikskólann í forgang Leikskólamál hafa því miður setið á hakanum hjá núverandi meirihluta líkt og grunnskólinn. Á meðan hægt er að finna peninga í ýmis gæluverkefni út um allan bæ hefur verið plástrað á vandamál leikskólanna með skyndilausnum. Við þurfum að taka ákvörðun um að setja leikskóla og umönnun barnanna okkar í fyrsta sæti. Kjör leikskólakennara og starfsálag er langt frá því að vera ástættanlegt. Það vita allir að við þurfum að hækka laun leikskólakennara í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og fyrir því ætlum við að beita okkur. Við viljum einnig skoða að breyta náminu þannig að starfsnám á síðasta ári verði launað og gera aðgengi ófaglærðra starfsmanna að náminu auðveldara. Þá ætlum við að bæta aðbúnað og starfsumhverfi í leikskólum en þar er mikil uppsöfnuð þörf.Eflum grunnskólann – gefum snjallsímanum frí Við þurfum líka að efla okkar góðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. En hvernig gerum við það? Við viljum afnema bindingu vinnutíma kennara í grunnskólum og efla sjálfstæði þeirra í kennsku, ásamt því að hækka laun þeirra þannig að þau endurspegli bæði þá menntun og ábyrgð sem fylgir starfinu. Snjallsímar eru áberandi í daglegu lífi okkar allra og geta truflað kennslu sé notkun þeirra ekki takmörkuð. Rannsóknir hafa sýnt bættan námsárangur þegar notkun snjallsíma er takmörkuð í kennslu og er mikil ánægja með slíkar aðgerðir í Noregi. Gefum snjallsímanum frí á skólatíma.Fjárfestum í framtíðinni Við erum öll sammála um það að kennarastarfið er gríðarlega mikilvægt. Samt hafa kjör og aðbúnaður kennara mætt afgangi allt of lengi. Sækjum ekki vatnið yfir lækinn heldur lærum af þeim þjóðum sem eru í farabroddi þegar kemur að menntun barnanna okkar. Allt mun þetta kosta, en mun kosta okkur miklu meira sem samfélag ef við bregðumst ekki fljótt við. Það er bara ákvörðun að setja menntun í fyrsta sæti og er einfaldlega spurning um að fjárfesta í framtíðinni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun