Eru mannsæmandi laun ekki fyrir konur? Dóra B. Stephensen skrifar 2. apríl 2018 16:46 Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun