Eru mannsæmandi laun ekki fyrir konur? Dóra B. Stephensen skrifar 2. apríl 2018 16:46 Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun