Látum góða hluti gerast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 4. apríl 2018 11:27 Sveitarstjórnarmál eru nokkuð sérstök að því leyti, að það er fleira og meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég tel að það sé óhrekjanleg staðreynd að flokkspólitískar línur séu ekki jafn skýrar og í landsmálunum. Sveitarstjórnarmálin snúast um að taka höndum saman og sameinast um lykilverkefni, til heilla fyrir nærsamfélagið. Að veita góða, stöðuga og áreiðanlega þjónustu og sameinast um það að búa til samfélag sem við getum verið stolt af og þar sem allir Hafnfirðingar fái notið sín.Fjölskyldufólk í fyrirrúmi Nú árar vel og það þarf að nýta aðstæður og svigrúm til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og jafnframt gera það af skynsemi. Á sama tíma og það árar betur er óásættanlegt að Hafnarfjörður sé eitt dýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldufólk. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2017 gefur vísbendingar um nauðsyn þess að gera betur á mörgum sviðum hafnfirsks samfélags. Oft er þörf á nýrri sýn, nýrri hugsun og snjöllum lausnum til að bregðast við og gera betur. Framsókn og óháðir munu á næstu dögum kynna tillögur að úrbótum með framsýnum og áreiðanlegum lausnum, Hafnfirðingum öllum til heilla.Framboðið Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá framboði Framsóknar og óháðra undanfarna mánuði. Fjölmargir gáfu sig fram og sóttust eftir sæti á lista. Það er í senn, bæði ánægjulegt og styrkleikamerki. Og sterk vísbending um fólk vill breytingar og er tilbúið til að vera aflvaki breytinga. Listi Framsóknar og óháðra er breið fylking fólks á öllum aldri, einstaklinga sem koma úr ólíkum áttum, hafa ólíka reynslu, þekkingu og menntun. Einstaklingar sem náð hafa saman um það verkefni að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi fyrir okkur öll. Kosningabaráttan er rétt að byrja og við hlökkum til að hitta Hafnfirðinga og kynna fyrir þeim málefni okkar og áherslur. Við erum þegar farin af stað að hitta kjósendur og munum halda því áfram næstu vikurnar. Hvert og eitt okkar er tilbúið að leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og í sameiningu munum við láta góða hluti gerast. Við erum sterkari saman.Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmál eru nokkuð sérstök að því leyti, að það er fleira og meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég tel að það sé óhrekjanleg staðreynd að flokkspólitískar línur séu ekki jafn skýrar og í landsmálunum. Sveitarstjórnarmálin snúast um að taka höndum saman og sameinast um lykilverkefni, til heilla fyrir nærsamfélagið. Að veita góða, stöðuga og áreiðanlega þjónustu og sameinast um það að búa til samfélag sem við getum verið stolt af og þar sem allir Hafnfirðingar fái notið sín.Fjölskyldufólk í fyrirrúmi Nú árar vel og það þarf að nýta aðstæður og svigrúm til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og jafnframt gera það af skynsemi. Á sama tíma og það árar betur er óásættanlegt að Hafnarfjörður sé eitt dýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldufólk. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2017 gefur vísbendingar um nauðsyn þess að gera betur á mörgum sviðum hafnfirsks samfélags. Oft er þörf á nýrri sýn, nýrri hugsun og snjöllum lausnum til að bregðast við og gera betur. Framsókn og óháðir munu á næstu dögum kynna tillögur að úrbótum með framsýnum og áreiðanlegum lausnum, Hafnfirðingum öllum til heilla.Framboðið Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá framboði Framsóknar og óháðra undanfarna mánuði. Fjölmargir gáfu sig fram og sóttust eftir sæti á lista. Það er í senn, bæði ánægjulegt og styrkleikamerki. Og sterk vísbending um fólk vill breytingar og er tilbúið til að vera aflvaki breytinga. Listi Framsóknar og óháðra er breið fylking fólks á öllum aldri, einstaklinga sem koma úr ólíkum áttum, hafa ólíka reynslu, þekkingu og menntun. Einstaklingar sem náð hafa saman um það verkefni að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi fyrir okkur öll. Kosningabaráttan er rétt að byrja og við hlökkum til að hitta Hafnfirðinga og kynna fyrir þeim málefni okkar og áherslur. Við erum þegar farin af stað að hitta kjósendur og munum halda því áfram næstu vikurnar. Hvert og eitt okkar er tilbúið að leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og í sameiningu munum við láta góða hluti gerast. Við erum sterkari saman.Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun