Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:30 Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira