Krónískur vandi leikskóla Anna Gréta Guðmundsdóttir skrifar 5. apríl 2018 07:00 Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir skrifar pistil í Fréttablaðið 19. mars síðastliðinn þar sem hún setur fram efasemdir um menntunargildi leikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára. Jafnframt staðhæfir hún að leikskólar glími við krónískan skort á hæfu starfsfólki og að sumir vilji byggja fleiri slíka leikskóla með þetta króníska vandamál innan borðs. Á hverju ári eru gerðar viðhorfskannanir meðal foreldra allra leikskólabarna í Reykjavík. Í þessum könnunum hefur yfirleitt komið fram að foreldrar eru 98 til 100% ánægðir með leikskóla barna sinna. Ólíklegt er að leikskólarnir komi svo vel út úr könnunum ef skortur er á hæfu starfsfólki. Teljum við að flest starfsfólk leikskólanna sé að vinna afbragðs starf miðað við efni og aðstæður. Umfjöllun Sæunnar um menntunarhlutverk leikskóla byggir á afar þröngri hugmynd um hvað felst í menntun ungra barna. Við höfum áhuga á að bjóða Sæunni í heimsókn í okkar leikskóla til að sýna henni hvernig við vinnum með yngstu börnin. Hvernig við eflum og örvum forvitni barna og rannsóknarþörf í bland við umhyggju, virðingu og traust.Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóriEkki viljum við gera lítið úr umfjöllun Sæunnar um mikilvægi fyrstu áranna og byggingarefni sjálfsins en tillögur Sæunnar um að borga foreldrum fyrir að vera heima með barninu fyrstu árin finnast okkur vera frekar fornfálegar og afturhvarf til fortíðar. Börn á þessum aldri eru að læra á heiminn í gegnum leik og samvistir við jafnaldra og því mikilvægt að þau fái bestu örvun sem kostur er á. Við erum líka hissa á sálgreini að tala til foreldra þannig að þeir fái enn meira samviskubit en þörf er á þegar hún nefnir slæman kost dagforeldra og leikskóla. Teljum við að flestir leikskólar og dagforeldrar séu að gera sitt allra besta. Við erum öll sammála því að foreldraorlof þurfi að lengja og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða ungbarnadeilda sem nú eru á döfinni í Reykjavík. Ef við ætlum að hætta að byggja leikskóla erum við ekki að horfa til framtíðar eins og Loris Malaguzzi, sálfræðingur og borgarstjóri í borginni Reggio Emilia á Ítalíu, gerði eftir seinni heimstyrjöldina. Til að breyta heiminum til hins betra þarf að byrja á börnunum, sagði Malaguzzi. Hann byggði barnaheimili á rústum í stað þess að byrja á að reisa brýr og leggja vegi. Ef við hefðum farið að ráðum Malaguzzi fyrir 20 árum værum við betur sett í dag með yngstu börnin og foreldra þeirra. En borgin er að taka við sér og nú stendur til að byggja fjóra til fimm nýja leikskóla á næstu fimm árum sem er mjög gleðilegt. Börnin okkar eiga það besta skilið: fallegt, bjart og rúmgott húsnæði með góða hljóðvist, þar sem þau geta leikið og rannsakað með jafnöldrum sínum í ró og næði. Við erum ekki sammála Sæunni í því að ekki taki því að byggja fleiri leikskóla þar sem vandi þeirra sé svo mikill. Við teljum öðru nær að um leið og við byggjum fleiri leikskóla getum við fækkað börnum á öðrum leikskólum, minnkað barnahópa og aukið þannig rými. Um leið og rýmið eykst fer betur um börn og starfsfólk og þá er líklegra að starfsmenn ílengist í starfi sem er í hag allra í samfélaginu. Bættar starfsaðstæður fyrir börn og starfsfólk, nýir og rúmbetri leikskólar virka hvetjandi á þá sem eru að hugsa sér að læra fagið. Við teljum að krónískur vandi leikskóla, sé hann þá til staðar, sé helst virðingarleysi annarra fyrir starfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir skrifar pistil í Fréttablaðið 19. mars síðastliðinn þar sem hún setur fram efasemdir um menntunargildi leikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára. Jafnframt staðhæfir hún að leikskólar glími við krónískan skort á hæfu starfsfólki og að sumir vilji byggja fleiri slíka leikskóla með þetta króníska vandamál innan borðs. Á hverju ári eru gerðar viðhorfskannanir meðal foreldra allra leikskólabarna í Reykjavík. Í þessum könnunum hefur yfirleitt komið fram að foreldrar eru 98 til 100% ánægðir með leikskóla barna sinna. Ólíklegt er að leikskólarnir komi svo vel út úr könnunum ef skortur er á hæfu starfsfólki. Teljum við að flest starfsfólk leikskólanna sé að vinna afbragðs starf miðað við efni og aðstæður. Umfjöllun Sæunnar um menntunarhlutverk leikskóla byggir á afar þröngri hugmynd um hvað felst í menntun ungra barna. Við höfum áhuga á að bjóða Sæunni í heimsókn í okkar leikskóla til að sýna henni hvernig við vinnum með yngstu börnin. Hvernig við eflum og örvum forvitni barna og rannsóknarþörf í bland við umhyggju, virðingu og traust.Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóriEkki viljum við gera lítið úr umfjöllun Sæunnar um mikilvægi fyrstu áranna og byggingarefni sjálfsins en tillögur Sæunnar um að borga foreldrum fyrir að vera heima með barninu fyrstu árin finnast okkur vera frekar fornfálegar og afturhvarf til fortíðar. Börn á þessum aldri eru að læra á heiminn í gegnum leik og samvistir við jafnaldra og því mikilvægt að þau fái bestu örvun sem kostur er á. Við erum líka hissa á sálgreini að tala til foreldra þannig að þeir fái enn meira samviskubit en þörf er á þegar hún nefnir slæman kost dagforeldra og leikskóla. Teljum við að flestir leikskólar og dagforeldrar séu að gera sitt allra besta. Við erum öll sammála því að foreldraorlof þurfi að lengja og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða ungbarnadeilda sem nú eru á döfinni í Reykjavík. Ef við ætlum að hætta að byggja leikskóla erum við ekki að horfa til framtíðar eins og Loris Malaguzzi, sálfræðingur og borgarstjóri í borginni Reggio Emilia á Ítalíu, gerði eftir seinni heimstyrjöldina. Til að breyta heiminum til hins betra þarf að byrja á börnunum, sagði Malaguzzi. Hann byggði barnaheimili á rústum í stað þess að byrja á að reisa brýr og leggja vegi. Ef við hefðum farið að ráðum Malaguzzi fyrir 20 árum værum við betur sett í dag með yngstu börnin og foreldra þeirra. En borgin er að taka við sér og nú stendur til að byggja fjóra til fimm nýja leikskóla á næstu fimm árum sem er mjög gleðilegt. Börnin okkar eiga það besta skilið: fallegt, bjart og rúmgott húsnæði með góða hljóðvist, þar sem þau geta leikið og rannsakað með jafnöldrum sínum í ró og næði. Við erum ekki sammála Sæunni í því að ekki taki því að byggja fleiri leikskóla þar sem vandi þeirra sé svo mikill. Við teljum öðru nær að um leið og við byggjum fleiri leikskóla getum við fækkað börnum á öðrum leikskólum, minnkað barnahópa og aukið þannig rými. Um leið og rýmið eykst fer betur um börn og starfsfólk og þá er líklegra að starfsmenn ílengist í starfi sem er í hag allra í samfélaginu. Bættar starfsaðstæður fyrir börn og starfsfólk, nýir og rúmbetri leikskólar virka hvetjandi á þá sem eru að hugsa sér að læra fagið. Við teljum að krónískur vandi leikskóla, sé hann þá til staðar, sé helst virðingarleysi annarra fyrir starfi þeirra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun