Látum ekki hafa okkur að fíflum Jón Hjaltason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Mér er stórlega misboðið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa leitt íslensku þjóðina út í heimskulegt viðskiptastríð við rússnesku þjóðina og nú á að taka næsta skref. Og hver veit hvar þetta endar? Og hvers vegna stöndum við í þessum stórræðum? Jú, fyrir orð breskra ráðamanna. Reynt var að myrða Sergei Skripal á breskri grund en forðum lék hann tveimur skjöldum í heimalandi sínu Rússlandi þar sem hann njósnaði fyrir Breta. Og nú hefur alþjóðasamfélagið dæmt Vladimir Putin og Rússland sek um verknaðinn. Rökin eru eftirfarandi: Notað var eiturgas sem Sovétríkin og síðar Rússland fundu upp, þróuðu og framleiddu á áttunda og níunda áratugi seinustu aldar. Punktur. Búið. Með öðrum orðum, alþjóðasamfélagið starfar með sama hætti og dómstóll götunnar. Og við ætlum að taka þátt í þessum dómstóli, segir áfjáð ríkisstjórn Íslands, sekt Putins og Rússlands er augljós. Umrætt eiturgas, Novichok, er þannig vaxið að enginn getur framleitt það nema Rússar. Því eru þeir sekir um morðtilræði við rússneskan eftirlaunaþega sem þeir sumarið 2010 gáfu upp á bátinn í fangaskiptum. Þeir sýndu að vísu þá óvarkárni að nota gastegund úr Novichok framleiðslulínunni en héldu að enginn gæti rakið uppruna þess – sem tók Breta þó ekki eitt augnablik. Þannig skildi Putin ekki aðeins nafnskírteinið sitt eftir á staðnum heldur seðlaveskið allt, að vísu óvart. Annað sem klikkaði hjá Rússum var að tilræðið tókst ekki eins og til stóð. Þó er Novichok að sögn þeirra sem vit hafa á svo bráðdrepandi taugagas að annað eins hefur aldrei þekkst á jörðu hér. Kveikir þetta engar vangaveltur um hvar eitrið varð til sem átti að bana Skripal? Til að kóróna þetta himinhrópandi ósamræmi er því haldið fram að Putin hafi óttast slælega kosningaþátttöku heima fyrir og því gripið til þess ráðs að myrða mann í Bretlandi. Lífgum óvininn og sameinum þjóðina sem mun í kjölfarið flykkjast á kjörstað, á hann að hafa hugsað. Og þetta segjum við um manninn sem með lævísum brögðum í netheimum réði úrslitum um kjör Trumps – að sögn. Nú er mál að linni gönuhlaupi þjóðanna, líka okkar Íslendinga. Minnumst lyginnar sem fékk okkur til að fara í stríð gegn Írökum. Minnumst þess líka að Bretar lugu því að þjóðum heims að Íslendingar væru terroristar. Lærum nú af sögunni. Heimtum beinharðar sannanir fyrir sekt Rússa áður en lengra er haldið. Látum ekki lengur hafa okkur að fíflum.Höfundur er sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er stórlega misboðið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa leitt íslensku þjóðina út í heimskulegt viðskiptastríð við rússnesku þjóðina og nú á að taka næsta skref. Og hver veit hvar þetta endar? Og hvers vegna stöndum við í þessum stórræðum? Jú, fyrir orð breskra ráðamanna. Reynt var að myrða Sergei Skripal á breskri grund en forðum lék hann tveimur skjöldum í heimalandi sínu Rússlandi þar sem hann njósnaði fyrir Breta. Og nú hefur alþjóðasamfélagið dæmt Vladimir Putin og Rússland sek um verknaðinn. Rökin eru eftirfarandi: Notað var eiturgas sem Sovétríkin og síðar Rússland fundu upp, þróuðu og framleiddu á áttunda og níunda áratugi seinustu aldar. Punktur. Búið. Með öðrum orðum, alþjóðasamfélagið starfar með sama hætti og dómstóll götunnar. Og við ætlum að taka þátt í þessum dómstóli, segir áfjáð ríkisstjórn Íslands, sekt Putins og Rússlands er augljós. Umrætt eiturgas, Novichok, er þannig vaxið að enginn getur framleitt það nema Rússar. Því eru þeir sekir um morðtilræði við rússneskan eftirlaunaþega sem þeir sumarið 2010 gáfu upp á bátinn í fangaskiptum. Þeir sýndu að vísu þá óvarkárni að nota gastegund úr Novichok framleiðslulínunni en héldu að enginn gæti rakið uppruna þess – sem tók Breta þó ekki eitt augnablik. Þannig skildi Putin ekki aðeins nafnskírteinið sitt eftir á staðnum heldur seðlaveskið allt, að vísu óvart. Annað sem klikkaði hjá Rússum var að tilræðið tókst ekki eins og til stóð. Þó er Novichok að sögn þeirra sem vit hafa á svo bráðdrepandi taugagas að annað eins hefur aldrei þekkst á jörðu hér. Kveikir þetta engar vangaveltur um hvar eitrið varð til sem átti að bana Skripal? Til að kóróna þetta himinhrópandi ósamræmi er því haldið fram að Putin hafi óttast slælega kosningaþátttöku heima fyrir og því gripið til þess ráðs að myrða mann í Bretlandi. Lífgum óvininn og sameinum þjóðina sem mun í kjölfarið flykkjast á kjörstað, á hann að hafa hugsað. Og þetta segjum við um manninn sem með lævísum brögðum í netheimum réði úrslitum um kjör Trumps – að sögn. Nú er mál að linni gönuhlaupi þjóðanna, líka okkar Íslendinga. Minnumst lyginnar sem fékk okkur til að fara í stríð gegn Írökum. Minnumst þess líka að Bretar lugu því að þjóðum heims að Íslendingar væru terroristar. Lærum nú af sögunni. Heimtum beinharðar sannanir fyrir sekt Rússa áður en lengra er haldið. Látum ekki lengur hafa okkur að fíflum.Höfundur er sagnfræðingur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar