Fleira listafólk í kennslu Kristín Valsdóttir skrifar 5. apríl 2018 07:00 Á undanförnum misserum og mánuðum hefur verið mikil umræða um samsetningu og nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Aðsókn í kennaranám hefur dalað frá árinu 2011 þegar gerð var lagakrafa um meistaranám kennara og skólastjórnenda. Nýnemum í kennaranámi í HÍ og HA fækkaði úr 440 árið 2009 í 175 árið 2016 eða um 60%. Ástæðurnar eru sennilega margar. Lenging námsins án tilsvarandi launahækkana, breytt eða aukið álag í starfi hefur oft verið nefnt. Að mínu mati hefur inntak og skipulag námsins líka haft mikið að segja.Jöfn aðsókn í listkennsludeild Þrátt fyrir dalandi aðsókn í kennaranám almennt hefur aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands verið nokkuð jöfn frá því nýju lögin tóku gildi. Deildin var stofnuð árið 2009 og hafa um tuttugu listkennarar útskrifast árlega. Þaðan hafa því komið rúmlega 200 listgreinakennarar í heildina. Það er næstum sami fjöldi og hóf námið þar sem brottfall úr náminu er nær ekkert. Listkennsludeild útskrifar kennara með bakgrunn úr öllum listgreinum sem bætt hafa við sig meistaragráðu í menntunarfræðum. Þau hafa réttindi til að kenna í grunnskóla og sína sérgrein í framhaldsskóla.Hinir skapandi Íslendingar Í nýlega birtri rannsókn sem Barbara Kerr, prófessor í sálfræði við Háskólann í Kansas, stýrði hér á landi kom fram að Íslendingar séu almennt óvenju skapandi. Ein af meginástæðum þess er talin áhersla okkar á nýsköpunar-, list- og verkgreinakennslu í grunnnámi barna. Samkvæmt úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði og birti fyrir ári kom hins vegar í ljós að verulegur misbrestur er á því að nemendur fái lögbundinn kennslustundafjölda í list- og verkgreinum. Sumir hafa bent á skort á list- og verkgreinakennurum og kann það að vera hluti ástæðunnar. Miðað við útskriftatölur úr listkennsludeild dreg ég þó í efa að það sé eina ástæðan. Hin óráðna framtíð Gera má ráð fyrir að minnst 60% af því sem unglingur í dag kemur til með að nota sér á lífsleiðinni hafi ekki enn þá verið uppgötvað. Í grunnþáttum menntastefnunnar er einnig áhersla á að mennta gagnrýna, virka og hæfa nemendur til þátttöku í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þess vegna er brýn þörf fyrir hugmyndaríka kennara með ólík áhugasvið og áherslur. Listafólk er þjálfað í gagnrýnum, sjálfstæðum vinnubrögðum, skapandi lausnaleit og hefur færni til að bregða óvæntu sjónarhorni á viðburði líðandi stundar. Þau finnst mér vera ómissandi afl inn í flóru komandi kennarastéttar sem menntar börnin okkar til að takast á við síbreytilegan heim. Menntum því fleiri list- og verkgreinakennara og listamenn til kennslu.Höfundur er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum og mánuðum hefur verið mikil umræða um samsetningu og nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Aðsókn í kennaranám hefur dalað frá árinu 2011 þegar gerð var lagakrafa um meistaranám kennara og skólastjórnenda. Nýnemum í kennaranámi í HÍ og HA fækkaði úr 440 árið 2009 í 175 árið 2016 eða um 60%. Ástæðurnar eru sennilega margar. Lenging námsins án tilsvarandi launahækkana, breytt eða aukið álag í starfi hefur oft verið nefnt. Að mínu mati hefur inntak og skipulag námsins líka haft mikið að segja.Jöfn aðsókn í listkennsludeild Þrátt fyrir dalandi aðsókn í kennaranám almennt hefur aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands verið nokkuð jöfn frá því nýju lögin tóku gildi. Deildin var stofnuð árið 2009 og hafa um tuttugu listkennarar útskrifast árlega. Þaðan hafa því komið rúmlega 200 listgreinakennarar í heildina. Það er næstum sami fjöldi og hóf námið þar sem brottfall úr náminu er nær ekkert. Listkennsludeild útskrifar kennara með bakgrunn úr öllum listgreinum sem bætt hafa við sig meistaragráðu í menntunarfræðum. Þau hafa réttindi til að kenna í grunnskóla og sína sérgrein í framhaldsskóla.Hinir skapandi Íslendingar Í nýlega birtri rannsókn sem Barbara Kerr, prófessor í sálfræði við Háskólann í Kansas, stýrði hér á landi kom fram að Íslendingar séu almennt óvenju skapandi. Ein af meginástæðum þess er talin áhersla okkar á nýsköpunar-, list- og verkgreinakennslu í grunnnámi barna. Samkvæmt úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði og birti fyrir ári kom hins vegar í ljós að verulegur misbrestur er á því að nemendur fái lögbundinn kennslustundafjölda í list- og verkgreinum. Sumir hafa bent á skort á list- og verkgreinakennurum og kann það að vera hluti ástæðunnar. Miðað við útskriftatölur úr listkennsludeild dreg ég þó í efa að það sé eina ástæðan. Hin óráðna framtíð Gera má ráð fyrir að minnst 60% af því sem unglingur í dag kemur til með að nota sér á lífsleiðinni hafi ekki enn þá verið uppgötvað. Í grunnþáttum menntastefnunnar er einnig áhersla á að mennta gagnrýna, virka og hæfa nemendur til þátttöku í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þess vegna er brýn þörf fyrir hugmyndaríka kennara með ólík áhugasvið og áherslur. Listafólk er þjálfað í gagnrýnum, sjálfstæðum vinnubrögðum, skapandi lausnaleit og hefur færni til að bregða óvæntu sjónarhorni á viðburði líðandi stundar. Þau finnst mér vera ómissandi afl inn í flóru komandi kennarastéttar sem menntar börnin okkar til að takast á við síbreytilegan heim. Menntum því fleiri list- og verkgreinakennara og listamenn til kennslu.Höfundur er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun