Fleira listafólk í kennslu Kristín Valsdóttir skrifar 5. apríl 2018 07:00 Á undanförnum misserum og mánuðum hefur verið mikil umræða um samsetningu og nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Aðsókn í kennaranám hefur dalað frá árinu 2011 þegar gerð var lagakrafa um meistaranám kennara og skólastjórnenda. Nýnemum í kennaranámi í HÍ og HA fækkaði úr 440 árið 2009 í 175 árið 2016 eða um 60%. Ástæðurnar eru sennilega margar. Lenging námsins án tilsvarandi launahækkana, breytt eða aukið álag í starfi hefur oft verið nefnt. Að mínu mati hefur inntak og skipulag námsins líka haft mikið að segja.Jöfn aðsókn í listkennsludeild Þrátt fyrir dalandi aðsókn í kennaranám almennt hefur aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands verið nokkuð jöfn frá því nýju lögin tóku gildi. Deildin var stofnuð árið 2009 og hafa um tuttugu listkennarar útskrifast árlega. Þaðan hafa því komið rúmlega 200 listgreinakennarar í heildina. Það er næstum sami fjöldi og hóf námið þar sem brottfall úr náminu er nær ekkert. Listkennsludeild útskrifar kennara með bakgrunn úr öllum listgreinum sem bætt hafa við sig meistaragráðu í menntunarfræðum. Þau hafa réttindi til að kenna í grunnskóla og sína sérgrein í framhaldsskóla.Hinir skapandi Íslendingar Í nýlega birtri rannsókn sem Barbara Kerr, prófessor í sálfræði við Háskólann í Kansas, stýrði hér á landi kom fram að Íslendingar séu almennt óvenju skapandi. Ein af meginástæðum þess er talin áhersla okkar á nýsköpunar-, list- og verkgreinakennslu í grunnnámi barna. Samkvæmt úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði og birti fyrir ári kom hins vegar í ljós að verulegur misbrestur er á því að nemendur fái lögbundinn kennslustundafjölda í list- og verkgreinum. Sumir hafa bent á skort á list- og verkgreinakennurum og kann það að vera hluti ástæðunnar. Miðað við útskriftatölur úr listkennsludeild dreg ég þó í efa að það sé eina ástæðan. Hin óráðna framtíð Gera má ráð fyrir að minnst 60% af því sem unglingur í dag kemur til með að nota sér á lífsleiðinni hafi ekki enn þá verið uppgötvað. Í grunnþáttum menntastefnunnar er einnig áhersla á að mennta gagnrýna, virka og hæfa nemendur til þátttöku í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þess vegna er brýn þörf fyrir hugmyndaríka kennara með ólík áhugasvið og áherslur. Listafólk er þjálfað í gagnrýnum, sjálfstæðum vinnubrögðum, skapandi lausnaleit og hefur færni til að bregða óvæntu sjónarhorni á viðburði líðandi stundar. Þau finnst mér vera ómissandi afl inn í flóru komandi kennarastéttar sem menntar börnin okkar til að takast á við síbreytilegan heim. Menntum því fleiri list- og verkgreinakennara og listamenn til kennslu.Höfundur er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum og mánuðum hefur verið mikil umræða um samsetningu og nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Aðsókn í kennaranám hefur dalað frá árinu 2011 þegar gerð var lagakrafa um meistaranám kennara og skólastjórnenda. Nýnemum í kennaranámi í HÍ og HA fækkaði úr 440 árið 2009 í 175 árið 2016 eða um 60%. Ástæðurnar eru sennilega margar. Lenging námsins án tilsvarandi launahækkana, breytt eða aukið álag í starfi hefur oft verið nefnt. Að mínu mati hefur inntak og skipulag námsins líka haft mikið að segja.Jöfn aðsókn í listkennsludeild Þrátt fyrir dalandi aðsókn í kennaranám almennt hefur aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands verið nokkuð jöfn frá því nýju lögin tóku gildi. Deildin var stofnuð árið 2009 og hafa um tuttugu listkennarar útskrifast árlega. Þaðan hafa því komið rúmlega 200 listgreinakennarar í heildina. Það er næstum sami fjöldi og hóf námið þar sem brottfall úr náminu er nær ekkert. Listkennsludeild útskrifar kennara með bakgrunn úr öllum listgreinum sem bætt hafa við sig meistaragráðu í menntunarfræðum. Þau hafa réttindi til að kenna í grunnskóla og sína sérgrein í framhaldsskóla.Hinir skapandi Íslendingar Í nýlega birtri rannsókn sem Barbara Kerr, prófessor í sálfræði við Háskólann í Kansas, stýrði hér á landi kom fram að Íslendingar séu almennt óvenju skapandi. Ein af meginástæðum þess er talin áhersla okkar á nýsköpunar-, list- og verkgreinakennslu í grunnnámi barna. Samkvæmt úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði og birti fyrir ári kom hins vegar í ljós að verulegur misbrestur er á því að nemendur fái lögbundinn kennslustundafjölda í list- og verkgreinum. Sumir hafa bent á skort á list- og verkgreinakennurum og kann það að vera hluti ástæðunnar. Miðað við útskriftatölur úr listkennsludeild dreg ég þó í efa að það sé eina ástæðan. Hin óráðna framtíð Gera má ráð fyrir að minnst 60% af því sem unglingur í dag kemur til með að nota sér á lífsleiðinni hafi ekki enn þá verið uppgötvað. Í grunnþáttum menntastefnunnar er einnig áhersla á að mennta gagnrýna, virka og hæfa nemendur til þátttöku í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þess vegna er brýn þörf fyrir hugmyndaríka kennara með ólík áhugasvið og áherslur. Listafólk er þjálfað í gagnrýnum, sjálfstæðum vinnubrögðum, skapandi lausnaleit og hefur færni til að bregða óvæntu sjónarhorni á viðburði líðandi stundar. Þau finnst mér vera ómissandi afl inn í flóru komandi kennarastéttar sem menntar börnin okkar til að takast á við síbreytilegan heim. Menntum því fleiri list- og verkgreinakennara og listamenn til kennslu.Höfundur er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar