Körfubolti

Sverrir Þór og Jón taka við Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Andri Marinó
Keflavík hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfurum í meistaraflokki karla fyrir komandi tímabil. Sverrir Þór Sverrisson og Jón Guðmundsson taka við liðinu eftir brotthvarf Friðriks Inga Rúnarssonar sem hefur ákveðið að hætta þjálfun.

Þetta kom fram í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld.

Sverrir Þór hefur verið þjálfari kvennaliðs Keflavíkur um árabil með góðum árangri. Jón Guðmundsson hefur verið öflugur þjálfari yngri flokka um árabil sem og í hópi bestu dómara landsins.

Keflavík komst í 8-liða úrslit Domino's-deildar karla en féll úr leik eftir æsispennandi rimmu við deildarmeistara Hauka. Tímabilið í heild þóttu þó vonbrigði hjá Keflvíkingum, sem töpuðu til að mynda sjö heimaleikjum í röð í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.