Körfubolti

Sverrir Þór og Jón taka við Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Andri Marinó

Keflavík hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfurum í meistaraflokki karla fyrir komandi tímabil. Sverrir Þór Sverrisson og Jón Guðmundsson taka við liðinu eftir brotthvarf Friðriks Inga Rúnarssonar sem hefur ákveðið að hætta þjálfun.

Þetta kom fram í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld.

Sverrir Þór hefur verið þjálfari kvennaliðs Keflavíkur um árabil með góðum árangri. Jón Guðmundsson hefur verið öflugur þjálfari yngri flokka um árabil sem og í hópi bestu dómara landsins.

Keflavík komst í 8-liða úrslit Domino's-deildar karla en féll úr leik eftir æsispennandi rimmu við deildarmeistara Hauka. Tímabilið í heild þóttu þó vonbrigði hjá Keflvíkingum, sem töpuðu til að mynda sjö heimaleikjum í röð í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.