Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga. Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga.
Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00