Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga. Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga.
Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00