Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga. Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga.
Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00