Nýsköpunarlögin þurfa að skila meiri árangri Erlendur Steinn Guðnason skrifar 9. apríl 2018 07:00 Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar