Formúla 1

Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein.

Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti.

Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn.

Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum.

Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi.

Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað.

Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.