Telja Marel of stórt fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2018 13:51 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Vísir/Valli Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira