Telja Marel of stórt fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2018 13:51 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Vísir/Valli Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira