Má „ég líka“ fá hærri laun? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 30. mars 2018 19:34 Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar