Má „ég líka“ fá hærri laun? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 30. mars 2018 19:34 Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun