Vernduð í raun? Bergsteinn Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun