Vernduð í raun? Bergsteinn Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun