Leikjavísir

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í PUBG

Samúel Karl Ólason skrifar
PUBG nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan en þar berjast spilarar við aðra á sífellt minnkandi svæði.
PUBG nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan en þar berjast spilarar við aðra á sífellt minnkandi svæði.

TEK eSports munu halda fyrsta Íslandsmeistaramótið í PlayerUnknown‘s Battlegrounds (PUBG) um næstu helgi, 24.-25. mars. PUBG nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan en þar berjast spilarar við aðra á sífellt minnkandi svæði.

Keppt verður í tveggja manna liðum og í fyrstu persónu. Allt að 49 lið munu keppa í hverjum leik samkvæmt Facebook-færslu frá TEK eSports, sem sjá má hér að neðan.

Fari skráning yfir 49 lið verður keppt bæði á laugardaginn og sunnudag en annars fer keppnin einungis fram á laugardeginum.

Í verðlaun eru tölvuskjáir, mýs, og ýmislegt fleira. Skráningu frekari upplýsingar má finna á Tek.is.

Sýnt verður frá mótinu, sem er haldið í samvinnu við Tölvutek og ZOWIE í beinni útsendingu á Twitch.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.