Ábyrgar fjárfestingar með góðri ávöxtun Kristján Guy Burgess og Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun