Þar sem allar raddir heyrast Elsa María Guðlaugs Drífudóttir skrifar 23. mars 2018 09:00 Sönn, djúp og margbreytileg félagsleg vídd er meginuppspretta öflugrar framþróunar og samkeppnishæfni samfélagsins, bæði heima sem og á alþjóðlega vísu. Við þurfum að búa yfir sterkri félagslegri vídd til þess að samtöl geti átt sér stað þar sem ólíkar skoðanir endurspeglast og nýjar hugmyndir fæðast. Þar sem einstaklingar geta horft í kringum sig og séð brot af sjálfum sér í þessu og hinu horninu og fá tækifæri til þess að bera saman það sem er öðruvísi og uppgötvað, lært og þróað. Frjótt og kröftugt samfélag þarf á mörgum ólíkum röddum að halda til þess að falla ekki í sama hjólfarið, ellegar leggjumst við í gráan, einsleitan hversdag eins og tónlistarmaður sem hefur ekki áttað sig á því að til sé fleiri en ein nóta og fleiri en einn styrkleiki. Forsenda lifandi félagslegrar víddar er opið og aðgengilegt samfélag. Aðgengi í daglegu lífi er mjög umfangsmikið og flókið fyrirbæri og er ótal margt sem hægt er að setja þar í undirflokka. Aðgengi er meðal annars húsnæðið sem við notum, tungumálið sem við tölum, loftið sem við öndum og leturgerðin á textanum sem við lesum. Aðgengi er allur sá raunveruleiki sem umkringir okkur og því ekki að furða að erfitt er að henda reiður á nákvæmlega hvað sé talað um. Engu að síður er mikilvægt að hlusta þegar það kemst til tals og leitast við að bæta úr þar sem bóta er þörf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stöðugt er þörf á því að berjast fyrir fullkomnu aðgengi, rétt eins og fullkomnu jafnrétti. Við erum aldrei búin að ræða þetta og það er alltaf eitthvað sem má bæta. Við þörfnumst samfélags sem ekki einungis fagnar fjölbreytileikanum á blaði heldur líka í verki. Gæta þarf að því að allir, óháð efnahag, kyni, kynhneigð, stétt, þjóðerni, trú o.s.fv., upplifi sig sem samþykktan og vel metinn hluta af umhverfi sínu, og fái tækifæri til þess að tjá sig. Það er þess vegna sem allir talsmenn og -hópar ólíkra hluta samfélagsins þurfa að gæta að því að þessi margbrotna heild skili sér alla leið í þau orð sem sögð eru fyrir þeirra hönd. Þetta er forsenda þess að hægt sé að gæta áreiðanleika og að þeir sem fyrir er talað upplifi sem svo að þeirra hagsmunum sé sannarlega sinnt. Við þurfum á öllu hljómfallinu að halda, hljómsveit ólíkra hljóðfæra sem koma saman í tónahræring.Höfundur er alþjóðaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sönn, djúp og margbreytileg félagsleg vídd er meginuppspretta öflugrar framþróunar og samkeppnishæfni samfélagsins, bæði heima sem og á alþjóðlega vísu. Við þurfum að búa yfir sterkri félagslegri vídd til þess að samtöl geti átt sér stað þar sem ólíkar skoðanir endurspeglast og nýjar hugmyndir fæðast. Þar sem einstaklingar geta horft í kringum sig og séð brot af sjálfum sér í þessu og hinu horninu og fá tækifæri til þess að bera saman það sem er öðruvísi og uppgötvað, lært og þróað. Frjótt og kröftugt samfélag þarf á mörgum ólíkum röddum að halda til þess að falla ekki í sama hjólfarið, ellegar leggjumst við í gráan, einsleitan hversdag eins og tónlistarmaður sem hefur ekki áttað sig á því að til sé fleiri en ein nóta og fleiri en einn styrkleiki. Forsenda lifandi félagslegrar víddar er opið og aðgengilegt samfélag. Aðgengi í daglegu lífi er mjög umfangsmikið og flókið fyrirbæri og er ótal margt sem hægt er að setja þar í undirflokka. Aðgengi er meðal annars húsnæðið sem við notum, tungumálið sem við tölum, loftið sem við öndum og leturgerðin á textanum sem við lesum. Aðgengi er allur sá raunveruleiki sem umkringir okkur og því ekki að furða að erfitt er að henda reiður á nákvæmlega hvað sé talað um. Engu að síður er mikilvægt að hlusta þegar það kemst til tals og leitast við að bæta úr þar sem bóta er þörf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stöðugt er þörf á því að berjast fyrir fullkomnu aðgengi, rétt eins og fullkomnu jafnrétti. Við erum aldrei búin að ræða þetta og það er alltaf eitthvað sem má bæta. Við þörfnumst samfélags sem ekki einungis fagnar fjölbreytileikanum á blaði heldur líka í verki. Gæta þarf að því að allir, óháð efnahag, kyni, kynhneigð, stétt, þjóðerni, trú o.s.fv., upplifi sig sem samþykktan og vel metinn hluta af umhverfi sínu, og fái tækifæri til þess að tjá sig. Það er þess vegna sem allir talsmenn og -hópar ólíkra hluta samfélagsins þurfa að gæta að því að þessi margbrotna heild skili sér alla leið í þau orð sem sögð eru fyrir þeirra hönd. Þetta er forsenda þess að hægt sé að gæta áreiðanleika og að þeir sem fyrir er talað upplifi sem svo að þeirra hagsmunum sé sannarlega sinnt. Við þurfum á öllu hljómfallinu að halda, hljómsveit ólíkra hljóðfæra sem koma saman í tónahræring.Höfundur er alþjóðaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun