Fjórar klukkustundir meðal fagfólks Sigurbergur Sveinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Oft er hnjóðað í heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi og skilja má af umræðu í fjölmiðlum að það sé á heljarþröm. Og eflaust má betur ef duga skal. En stundum er gott að finna á eigin skinni hvernig staðan er í raun og veru. Ég var heppinn og gæfa mín fólst í því að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki eins laskað og ég hafði mátt ætla. Upphaf sögu þessarar er á laugardagsmorgni í byrjun febrúar 2018. Ég vaknaði allhress en fannst þó eins og ég væri eitthvað undarlegur í öðrum kálfanum. Þetta fannst mér varla geta verið alvarlegt svo ég var í ýmsu stússi og störfum fram eftir degi. Þegar ég kom heim úr vinnu fannst vinkonu minni ástand mitt alls ekki eins og best yrði á kosið og hafði samband við dóttur sína sem er hjúkrunarfræðingur. Hún vildi að ég drifi mig á Læknavaktina, sem ég gerði. Þá var klukkan um sex. Á Læknavaktinni tók á móti mér geðþekkur læknir sem sá strax að rétt væri að skoða þetta betur svo hann skrifaði upp á „aðgöngumiða“ handa mér á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Svo þangað fór ég að bragði, staldraði stutt við á biðstofunni og var brátt kominn í hendurnar á snillingum sem byrjuðu á því að taka úr mér blóðprufu. Það gekk vel og eftir um 20 mínútna bið kom til mín þægilegur ungur læknir sem sótti einhvers konar skanna til að skoða í mér æðarnar. Að því loknu taldi hann að ég hefði fengið blóðtappa í fótinn en til að fá það staðfest yrði hann að leita til sérfræðings í þessum efnum. Og ungi læknirinn átti kollgátuna: Ég hafði fengið stíflu í æð í hægra fæti. Eftir skamma stund var búið að finna út hvaða lyf myndu henta mér best í þessum óvæntu aðstæðum mínum. Ungi læknirinn sagðist síðan myndu hringja í mig ef eitthvað væri athugavert við nýrun í mér en það var víst helsta læknisfræðilega áhyggjuefnið þegar þarna var komið sögu. Ég var búinn að fá lyf við heilsubrestinum kl. 10 um kvöldið, aðeins fjórum klukkustundum eftir að ég steig fyrst fæti inn fyrir fyrstu læknadyrnar þennan daginn og vissi ekkert hvað væri um að vera. Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér á þessari vegferð. Og þótt gaman hefði verið að heyra í lækninum aftur er ég ósköp feginn að hann hringdi ekki. Nýrun eru þá í lagi. Ég er einlæglega þakklátur forsjóninni og frábæru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að ekki fór verr í þetta sinn. Er hægt að fara fram á meira?Höfundur er kaupmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Oft er hnjóðað í heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi og skilja má af umræðu í fjölmiðlum að það sé á heljarþröm. Og eflaust má betur ef duga skal. En stundum er gott að finna á eigin skinni hvernig staðan er í raun og veru. Ég var heppinn og gæfa mín fólst í því að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki eins laskað og ég hafði mátt ætla. Upphaf sögu þessarar er á laugardagsmorgni í byrjun febrúar 2018. Ég vaknaði allhress en fannst þó eins og ég væri eitthvað undarlegur í öðrum kálfanum. Þetta fannst mér varla geta verið alvarlegt svo ég var í ýmsu stússi og störfum fram eftir degi. Þegar ég kom heim úr vinnu fannst vinkonu minni ástand mitt alls ekki eins og best yrði á kosið og hafði samband við dóttur sína sem er hjúkrunarfræðingur. Hún vildi að ég drifi mig á Læknavaktina, sem ég gerði. Þá var klukkan um sex. Á Læknavaktinni tók á móti mér geðþekkur læknir sem sá strax að rétt væri að skoða þetta betur svo hann skrifaði upp á „aðgöngumiða“ handa mér á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Svo þangað fór ég að bragði, staldraði stutt við á biðstofunni og var brátt kominn í hendurnar á snillingum sem byrjuðu á því að taka úr mér blóðprufu. Það gekk vel og eftir um 20 mínútna bið kom til mín þægilegur ungur læknir sem sótti einhvers konar skanna til að skoða í mér æðarnar. Að því loknu taldi hann að ég hefði fengið blóðtappa í fótinn en til að fá það staðfest yrði hann að leita til sérfræðings í þessum efnum. Og ungi læknirinn átti kollgátuna: Ég hafði fengið stíflu í æð í hægra fæti. Eftir skamma stund var búið að finna út hvaða lyf myndu henta mér best í þessum óvæntu aðstæðum mínum. Ungi læknirinn sagðist síðan myndu hringja í mig ef eitthvað væri athugavert við nýrun í mér en það var víst helsta læknisfræðilega áhyggjuefnið þegar þarna var komið sögu. Ég var búinn að fá lyf við heilsubrestinum kl. 10 um kvöldið, aðeins fjórum klukkustundum eftir að ég steig fyrst fæti inn fyrir fyrstu læknadyrnar þennan daginn og vissi ekkert hvað væri um að vera. Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér á þessari vegferð. Og þótt gaman hefði verið að heyra í lækninum aftur er ég ósköp feginn að hann hringdi ekki. Nýrun eru þá í lagi. Ég er einlæglega þakklátur forsjóninni og frábæru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að ekki fór verr í þetta sinn. Er hægt að fara fram á meira?Höfundur er kaupmaður
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun