Fjórar klukkustundir meðal fagfólks Sigurbergur Sveinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Oft er hnjóðað í heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi og skilja má af umræðu í fjölmiðlum að það sé á heljarþröm. Og eflaust má betur ef duga skal. En stundum er gott að finna á eigin skinni hvernig staðan er í raun og veru. Ég var heppinn og gæfa mín fólst í því að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki eins laskað og ég hafði mátt ætla. Upphaf sögu þessarar er á laugardagsmorgni í byrjun febrúar 2018. Ég vaknaði allhress en fannst þó eins og ég væri eitthvað undarlegur í öðrum kálfanum. Þetta fannst mér varla geta verið alvarlegt svo ég var í ýmsu stússi og störfum fram eftir degi. Þegar ég kom heim úr vinnu fannst vinkonu minni ástand mitt alls ekki eins og best yrði á kosið og hafði samband við dóttur sína sem er hjúkrunarfræðingur. Hún vildi að ég drifi mig á Læknavaktina, sem ég gerði. Þá var klukkan um sex. Á Læknavaktinni tók á móti mér geðþekkur læknir sem sá strax að rétt væri að skoða þetta betur svo hann skrifaði upp á „aðgöngumiða“ handa mér á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Svo þangað fór ég að bragði, staldraði stutt við á biðstofunni og var brátt kominn í hendurnar á snillingum sem byrjuðu á því að taka úr mér blóðprufu. Það gekk vel og eftir um 20 mínútna bið kom til mín þægilegur ungur læknir sem sótti einhvers konar skanna til að skoða í mér æðarnar. Að því loknu taldi hann að ég hefði fengið blóðtappa í fótinn en til að fá það staðfest yrði hann að leita til sérfræðings í þessum efnum. Og ungi læknirinn átti kollgátuna: Ég hafði fengið stíflu í æð í hægra fæti. Eftir skamma stund var búið að finna út hvaða lyf myndu henta mér best í þessum óvæntu aðstæðum mínum. Ungi læknirinn sagðist síðan myndu hringja í mig ef eitthvað væri athugavert við nýrun í mér en það var víst helsta læknisfræðilega áhyggjuefnið þegar þarna var komið sögu. Ég var búinn að fá lyf við heilsubrestinum kl. 10 um kvöldið, aðeins fjórum klukkustundum eftir að ég steig fyrst fæti inn fyrir fyrstu læknadyrnar þennan daginn og vissi ekkert hvað væri um að vera. Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér á þessari vegferð. Og þótt gaman hefði verið að heyra í lækninum aftur er ég ósköp feginn að hann hringdi ekki. Nýrun eru þá í lagi. Ég er einlæglega þakklátur forsjóninni og frábæru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að ekki fór verr í þetta sinn. Er hægt að fara fram á meira?Höfundur er kaupmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er hnjóðað í heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi og skilja má af umræðu í fjölmiðlum að það sé á heljarþröm. Og eflaust má betur ef duga skal. En stundum er gott að finna á eigin skinni hvernig staðan er í raun og veru. Ég var heppinn og gæfa mín fólst í því að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki eins laskað og ég hafði mátt ætla. Upphaf sögu þessarar er á laugardagsmorgni í byrjun febrúar 2018. Ég vaknaði allhress en fannst þó eins og ég væri eitthvað undarlegur í öðrum kálfanum. Þetta fannst mér varla geta verið alvarlegt svo ég var í ýmsu stússi og störfum fram eftir degi. Þegar ég kom heim úr vinnu fannst vinkonu minni ástand mitt alls ekki eins og best yrði á kosið og hafði samband við dóttur sína sem er hjúkrunarfræðingur. Hún vildi að ég drifi mig á Læknavaktina, sem ég gerði. Þá var klukkan um sex. Á Læknavaktinni tók á móti mér geðþekkur læknir sem sá strax að rétt væri að skoða þetta betur svo hann skrifaði upp á „aðgöngumiða“ handa mér á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Svo þangað fór ég að bragði, staldraði stutt við á biðstofunni og var brátt kominn í hendurnar á snillingum sem byrjuðu á því að taka úr mér blóðprufu. Það gekk vel og eftir um 20 mínútna bið kom til mín þægilegur ungur læknir sem sótti einhvers konar skanna til að skoða í mér æðarnar. Að því loknu taldi hann að ég hefði fengið blóðtappa í fótinn en til að fá það staðfest yrði hann að leita til sérfræðings í þessum efnum. Og ungi læknirinn átti kollgátuna: Ég hafði fengið stíflu í æð í hægra fæti. Eftir skamma stund var búið að finna út hvaða lyf myndu henta mér best í þessum óvæntu aðstæðum mínum. Ungi læknirinn sagðist síðan myndu hringja í mig ef eitthvað væri athugavert við nýrun í mér en það var víst helsta læknisfræðilega áhyggjuefnið þegar þarna var komið sögu. Ég var búinn að fá lyf við heilsubrestinum kl. 10 um kvöldið, aðeins fjórum klukkustundum eftir að ég steig fyrst fæti inn fyrir fyrstu læknadyrnar þennan daginn og vissi ekkert hvað væri um að vera. Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér á þessari vegferð. Og þótt gaman hefði verið að heyra í lækninum aftur er ég ósköp feginn að hann hringdi ekki. Nýrun eru þá í lagi. Ég er einlæglega þakklátur forsjóninni og frábæru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að ekki fór verr í þetta sinn. Er hægt að fara fram á meira?Höfundur er kaupmaður
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun