Ávinningur háskólamenntunar Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 23. mars 2018 07:38 Nýlega fjallaði Viðskiptaráð um að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hafi dvínað hratt því sífellt erfiðara sé að fá störf við hæfi. Þá veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem þau skipta í þrennt: í fyrsta lagi að stjórnvöld búi til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf, í öðru lagi að beina eigi námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir og í þriðja lagi að huga þurfi að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráða.Vegvísir framtíðar Það er mikilvægt að þessi umræða komi upp en á sama tíma veltir maður fyrir sér hvort þetta sé í raun og veru eins einfalt og Viðskiptaráð stillir þessu upp. Menntun er aldrei vandamálið, menntun er vegvísir framtíðar. Hlutfall menntaðra á Íslandi er lægra en hjá nágrannaþjóðum okkar. Stöðugt er fjallað um fjárhagslegan ávinning sem eina nauðsynlegu ástæðuna fyrir menntun. Það er þröngsýnt að mínu mati þar sem menntun er forsenda nýsköpunar og framþróunar samfélags. Sömuleiðis skilar fjárfesting í menntun og rannsóknum sér margfalt til baka til samfélagsins í auknum lífsgæðum og hagvexti, eins og rektor kemur inn á í grein sinni nýverið. Ávinningur menntunar er því ekki aðeins fjárhagslegur, heldur einnig samfélagslegur og eykur lífsgæði landsmanna.Viðhorf til menntunar Lausnin er ekki að fækka háskólamenntuðum. Virði menntunar er ekki minna en það var áður, heldur er það viðhorf atvinnulífsins til menntunar sem fer dvínandi. Lausnin felst í því að gera Ísland eftirsóknarvert fyrir háskólamenntað fólk og spilar atvinnulíf, ríkið og sveitarfélögin þar stór hlutverk. Menntaðar stéttir eru að dragast aftur úr í launum, og þá sérstaklega kvennastéttir. Það er ákvörðun vinnumarkaðs. Atvinnulífið, ríkið og samfélagið í heild sinni þurfa að endurskoða viðhorf sitt til stúdenta og menntaðra stétta. Tökum sem dæmi hjúkrunarfræðinga. Nú er mikil vöntun í þeirri stétt, en Viðskiptaráð leggur einmitt til að það eigi að fara að stýra nemendum inn í það nám þar sem vantar fólk. Nú velti ég fyrir mér hvort það sér ekki nærtækara að spyrja sig af hverju útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki inn heilbrigðiskerfið. Skyldi það kannski vera því að léleg kjör og bágar vinnuaðstæður spila þar stórt hlutverk? Svipað dæmi væri hægt að taka um kennarastéttina. Sömuleiðis veltir maður fyrir sér hvort það sé boðlegt að segja til um hvað nýtist og hvað ekki þegar samfélagið er í stöðugri þróun. Að móta námskerfið eftir skammtímaþörfum með takmarkaðar upplýsingar er þröngsýnt. Enn fremur geta einstakar gráður ekki uppfyllt að fullu þær kröfur sem samfélagið gerir til nýbreytni eða frumkvæðis innan mismunandi atvinnugeira samfélagsins. Ef við ættum stöðugt að taka tillit til skammtíma eftirspurnar atvinnulífs í samfélagi þar sem þróunin er hröð og eftirspurnin brigðul gæti það grafið undan gæði náms. Vill Ísland bjóða upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir menntaðar stéttir, eða viljum við að stúdentar vilji frekar nýta reynslu og lærdóm sinn í öðrum löndum?Heildræn sýn á stöðu stúdenta Á sama tíma þarf að huga að því auka gæði náms og umhverfi stúdenta og þarf þá að horfa heildrænt á stöðu þeirra. Eitt helsta vandamál stúdenta við menntun í dag er kostnaður, og getur það vandamál verið margþætt. Langt nám leiðir af sér meiri tekjuskerðingu og skuldasöfnun. Ekki nóg með það, þá er grunnframfærsla stúdenta hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna langt fyrir neðan atvinnuleysis- og öryrkjabætur, og Félagsstofnun stúdenta getur ekki sinnt eftirspurn eftir stúdentaíbúðum á meðan fleiri íbúðir eru ekki byggðar. Leigu- og húsnæðismarkaður eru á sama tíma enn meiri höfuðverkur fyrir stúdenta og þetta eru allt pólitískar ákvarðanir sem leiða til þess umhverfis sem stúdentar þurfa að takast á við. Pólitískar ákvarðanir sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Ætli einstaklingur að fara í framhaldsnám þýðir það enn meiri töf á að hefja starfsferil sinn. Margar meistaragráður bjóða þó upp á starfsnám þar sem nemendur öðlast reynslu, en það fá nemendur yfirleitt ekki greitt. Niðurstaða mín er því sú að samfélagið þarf að fara að endurskoða sjónarhorn sitt bæði gagnvart stúdentum og menntun. Hvaða umhverfi viljum við bjóða stúdentum?Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði Viðskiptaráð um að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hafi dvínað hratt því sífellt erfiðara sé að fá störf við hæfi. Þá veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem þau skipta í þrennt: í fyrsta lagi að stjórnvöld búi til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf, í öðru lagi að beina eigi námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir og í þriðja lagi að huga þurfi að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráða.Vegvísir framtíðar Það er mikilvægt að þessi umræða komi upp en á sama tíma veltir maður fyrir sér hvort þetta sé í raun og veru eins einfalt og Viðskiptaráð stillir þessu upp. Menntun er aldrei vandamálið, menntun er vegvísir framtíðar. Hlutfall menntaðra á Íslandi er lægra en hjá nágrannaþjóðum okkar. Stöðugt er fjallað um fjárhagslegan ávinning sem eina nauðsynlegu ástæðuna fyrir menntun. Það er þröngsýnt að mínu mati þar sem menntun er forsenda nýsköpunar og framþróunar samfélags. Sömuleiðis skilar fjárfesting í menntun og rannsóknum sér margfalt til baka til samfélagsins í auknum lífsgæðum og hagvexti, eins og rektor kemur inn á í grein sinni nýverið. Ávinningur menntunar er því ekki aðeins fjárhagslegur, heldur einnig samfélagslegur og eykur lífsgæði landsmanna.Viðhorf til menntunar Lausnin er ekki að fækka háskólamenntuðum. Virði menntunar er ekki minna en það var áður, heldur er það viðhorf atvinnulífsins til menntunar sem fer dvínandi. Lausnin felst í því að gera Ísland eftirsóknarvert fyrir háskólamenntað fólk og spilar atvinnulíf, ríkið og sveitarfélögin þar stór hlutverk. Menntaðar stéttir eru að dragast aftur úr í launum, og þá sérstaklega kvennastéttir. Það er ákvörðun vinnumarkaðs. Atvinnulífið, ríkið og samfélagið í heild sinni þurfa að endurskoða viðhorf sitt til stúdenta og menntaðra stétta. Tökum sem dæmi hjúkrunarfræðinga. Nú er mikil vöntun í þeirri stétt, en Viðskiptaráð leggur einmitt til að það eigi að fara að stýra nemendum inn í það nám þar sem vantar fólk. Nú velti ég fyrir mér hvort það sér ekki nærtækara að spyrja sig af hverju útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki inn heilbrigðiskerfið. Skyldi það kannski vera því að léleg kjör og bágar vinnuaðstæður spila þar stórt hlutverk? Svipað dæmi væri hægt að taka um kennarastéttina. Sömuleiðis veltir maður fyrir sér hvort það sé boðlegt að segja til um hvað nýtist og hvað ekki þegar samfélagið er í stöðugri þróun. Að móta námskerfið eftir skammtímaþörfum með takmarkaðar upplýsingar er þröngsýnt. Enn fremur geta einstakar gráður ekki uppfyllt að fullu þær kröfur sem samfélagið gerir til nýbreytni eða frumkvæðis innan mismunandi atvinnugeira samfélagsins. Ef við ættum stöðugt að taka tillit til skammtíma eftirspurnar atvinnulífs í samfélagi þar sem þróunin er hröð og eftirspurnin brigðul gæti það grafið undan gæði náms. Vill Ísland bjóða upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir menntaðar stéttir, eða viljum við að stúdentar vilji frekar nýta reynslu og lærdóm sinn í öðrum löndum?Heildræn sýn á stöðu stúdenta Á sama tíma þarf að huga að því auka gæði náms og umhverfi stúdenta og þarf þá að horfa heildrænt á stöðu þeirra. Eitt helsta vandamál stúdenta við menntun í dag er kostnaður, og getur það vandamál verið margþætt. Langt nám leiðir af sér meiri tekjuskerðingu og skuldasöfnun. Ekki nóg með það, þá er grunnframfærsla stúdenta hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna langt fyrir neðan atvinnuleysis- og öryrkjabætur, og Félagsstofnun stúdenta getur ekki sinnt eftirspurn eftir stúdentaíbúðum á meðan fleiri íbúðir eru ekki byggðar. Leigu- og húsnæðismarkaður eru á sama tíma enn meiri höfuðverkur fyrir stúdenta og þetta eru allt pólitískar ákvarðanir sem leiða til þess umhverfis sem stúdentar þurfa að takast á við. Pólitískar ákvarðanir sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Ætli einstaklingur að fara í framhaldsnám þýðir það enn meiri töf á að hefja starfsferil sinn. Margar meistaragráður bjóða þó upp á starfsnám þar sem nemendur öðlast reynslu, en það fá nemendur yfirleitt ekki greitt. Niðurstaða mín er því sú að samfélagið þarf að fara að endurskoða sjónarhorn sitt bæði gagnvart stúdentum og menntun. Hvaða umhverfi viljum við bjóða stúdentum?Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun