Reykjavíkurheilkennið Guðjón Baldursson skrifar 27. mars 2018 07:00 Margir þekkja til Stokkhólmsheilkennisins (The Stockholm Syndrome). Hópur ræningja réðst inn í banka í Stokkhólmi, tók fólk í gíslingu og hélt því föngnu í sex daga. Gíslunum tók að þykja vænt um mannræningjana, vörðu málstað þeirra og vildu helst ekki að lögreglan bjargaði gíslunum. Þessi væntumþykja hélt jafnvel áfram eftir að gíslarnir höfðu verið frelsaðir. Þetta kynduga atferli minnir óneitanlega mikið á afstöðu íslenskrar þjóðar til manna og flokka við þingkosningar. Fjórðungur eða kannski meira að segja þriðjungur kjósenda kallar yfir sig sömu flokkana og sömu frambjóðendur sem endurtekið hafa svikið gefin loforð. Stjórnmálamenn sem hafa verið uppvísir að endurteknum lygum, spillingu, samtryggingu, undirferli og þöggun. Hlífiskildi er jafnvel haldið yfir barnaníðingum. Dómsmálaráðherra brýtur lög. Núverandi fjármálaráðherra (fyrrverandi forsætisráðherra) er bendlaður við fjármálamisferli og að ganga erinda gróðafíkinna ættingja sem aldrei virðast ætla að fá nóg. Í haust þegar barnaníðingsmálið (þöggunarmál þáverandi forsætisráðherra) var í hámæli las ég grein í norsku blaði þar sem fjallað var um spillinguna á Íslandi. Þar stóð þessi setning: „Þessi sami flokkur sem átti hvað drýgstan þátt í því að bankarnir voru seldir fjárglæframönnum skömmu eftir aldamót og sem átti svo stóran þátt í bankahruninu 2008 er enn vel metinn á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum eruð þið, þessi vel menntaða þjóð, að kjósa yfir ykkur þennan sama flokk, aftur og aftur?“ Já, er von að menn spyrji. Flokk sem er með slóð á eftir sér af spillingarmálum og sviknum loforðum. Flokk sem setur eiginhagsmuni ofar almannaheill. Flokk sem pukrast með skandala. Til þess að halda höfuðborgartengslunum hef ég leyft mér að kalla þennan undirlægjuhátt og þessa ótrúlegu tilbeiðslu á spilltum stjórnmálamönnum: Reykjavíkurheilkennið. Einstaklingur er haldinn Reykjavíkurheilkenninu ef hann uppfyllir sex af eftirfarandi skilmerkjum: 1. Hann hefur óbilandi trú á öllu því sem formaður Flokksins segir hvort sem hallað er réttu máli eða ekki. Formaðurinn segir ekki ósatt. Það eru bara pólitískir andstæðingar sem misskilja orð hans. 2. Hann ber blak af formanninum þótt upp hafi komist að hann eigi einhverja aura í skattaskjólum og þótt formaðurinn og faðir hans hafi bjargað einhverjum hundruðum milljóna út úr Glitni korteri fyrir hrun. Hvað um það þótt hann hafi setið einhvern næturfund um stöðu bankans degi fyrir Hrun? 3. Hann er flokkshollur. Allt sem þingmenn og ráðherrar Flokksins gera er rétt. 4. Hann er umburðarlyndur gagnvart því sem aðrir kalla spillingarmál sem upp koma í Flokknum. 5. Hann kýs alltaf Flokkinn sinn aftur jafnvel þótt Flokkurinn hafi verið á vakt þegar Hrunið skall á og einnig árin á undan meðan fjaraði undan fjárhag landsins. 6. Hann er ekki að gjamma um spillingarmál sem koma upp á Valhallarheimilinu. „What happens in Vegas, stays in Vegas“. 7. Hann vill græða á daginn og grilla á kvöldin. 8. Hann veit að loforðin fyrir kosningar, t.a.m. að bæta kjör eldri borgara og öryrkja, verða ekki efnd, enda hefur það alltaf verið þannig, og hvað með það? Rannsóknir mínar á eðli og atferli Íslendinga benda til að þriðji til fjórði hver Íslendingur sé haldinn Reykjavíkurheilkenninu. Það er einkar athyglisvert í ljósi þess að forfeður okkar voru að stórum hluta flóttamenn frá Noregi sem ekki undu ágirnd og óheilindi Noregskonugs. Má leiða að því getum að ákveðnar stökkbreytingar hafi orðið í genum Íslendinga í þau rúmu þúsund ár sem liðin eru frá landnámi og ákveðni og staðfesta í skapgerð hafi vikið fyrir undirlægjuhætti og auðsveipni. En þetta þarf auðvitað að rannsaka betur. Höfundur varð óvart læknir en ætlaði að verða erfðafræðingur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir þekkja til Stokkhólmsheilkennisins (The Stockholm Syndrome). Hópur ræningja réðst inn í banka í Stokkhólmi, tók fólk í gíslingu og hélt því föngnu í sex daga. Gíslunum tók að þykja vænt um mannræningjana, vörðu málstað þeirra og vildu helst ekki að lögreglan bjargaði gíslunum. Þessi væntumþykja hélt jafnvel áfram eftir að gíslarnir höfðu verið frelsaðir. Þetta kynduga atferli minnir óneitanlega mikið á afstöðu íslenskrar þjóðar til manna og flokka við þingkosningar. Fjórðungur eða kannski meira að segja þriðjungur kjósenda kallar yfir sig sömu flokkana og sömu frambjóðendur sem endurtekið hafa svikið gefin loforð. Stjórnmálamenn sem hafa verið uppvísir að endurteknum lygum, spillingu, samtryggingu, undirferli og þöggun. Hlífiskildi er jafnvel haldið yfir barnaníðingum. Dómsmálaráðherra brýtur lög. Núverandi fjármálaráðherra (fyrrverandi forsætisráðherra) er bendlaður við fjármálamisferli og að ganga erinda gróðafíkinna ættingja sem aldrei virðast ætla að fá nóg. Í haust þegar barnaníðingsmálið (þöggunarmál þáverandi forsætisráðherra) var í hámæli las ég grein í norsku blaði þar sem fjallað var um spillinguna á Íslandi. Þar stóð þessi setning: „Þessi sami flokkur sem átti hvað drýgstan þátt í því að bankarnir voru seldir fjárglæframönnum skömmu eftir aldamót og sem átti svo stóran þátt í bankahruninu 2008 er enn vel metinn á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum eruð þið, þessi vel menntaða þjóð, að kjósa yfir ykkur þennan sama flokk, aftur og aftur?“ Já, er von að menn spyrji. Flokk sem er með slóð á eftir sér af spillingarmálum og sviknum loforðum. Flokk sem setur eiginhagsmuni ofar almannaheill. Flokk sem pukrast með skandala. Til þess að halda höfuðborgartengslunum hef ég leyft mér að kalla þennan undirlægjuhátt og þessa ótrúlegu tilbeiðslu á spilltum stjórnmálamönnum: Reykjavíkurheilkennið. Einstaklingur er haldinn Reykjavíkurheilkenninu ef hann uppfyllir sex af eftirfarandi skilmerkjum: 1. Hann hefur óbilandi trú á öllu því sem formaður Flokksins segir hvort sem hallað er réttu máli eða ekki. Formaðurinn segir ekki ósatt. Það eru bara pólitískir andstæðingar sem misskilja orð hans. 2. Hann ber blak af formanninum þótt upp hafi komist að hann eigi einhverja aura í skattaskjólum og þótt formaðurinn og faðir hans hafi bjargað einhverjum hundruðum milljóna út úr Glitni korteri fyrir hrun. Hvað um það þótt hann hafi setið einhvern næturfund um stöðu bankans degi fyrir Hrun? 3. Hann er flokkshollur. Allt sem þingmenn og ráðherrar Flokksins gera er rétt. 4. Hann er umburðarlyndur gagnvart því sem aðrir kalla spillingarmál sem upp koma í Flokknum. 5. Hann kýs alltaf Flokkinn sinn aftur jafnvel þótt Flokkurinn hafi verið á vakt þegar Hrunið skall á og einnig árin á undan meðan fjaraði undan fjárhag landsins. 6. Hann er ekki að gjamma um spillingarmál sem koma upp á Valhallarheimilinu. „What happens in Vegas, stays in Vegas“. 7. Hann vill græða á daginn og grilla á kvöldin. 8. Hann veit að loforðin fyrir kosningar, t.a.m. að bæta kjör eldri borgara og öryrkja, verða ekki efnd, enda hefur það alltaf verið þannig, og hvað með það? Rannsóknir mínar á eðli og atferli Íslendinga benda til að þriðji til fjórði hver Íslendingur sé haldinn Reykjavíkurheilkenninu. Það er einkar athyglisvert í ljósi þess að forfeður okkar voru að stórum hluta flóttamenn frá Noregi sem ekki undu ágirnd og óheilindi Noregskonugs. Má leiða að því getum að ákveðnar stökkbreytingar hafi orðið í genum Íslendinga í þau rúmu þúsund ár sem liðin eru frá landnámi og ákveðni og staðfesta í skapgerð hafi vikið fyrir undirlægjuhætti og auðsveipni. En þetta þarf auðvitað að rannsaka betur. Höfundur varð óvart læknir en ætlaði að verða erfðafræðingur.Höfundur er læknir
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun