Fjöleignarhús og hleðsla rafmagnsbíla Daníel Árnason skrifar 28. mars 2018 07:00 Undanfarin misseri hefur rafmagnsbílum fjölgað mjög hér á landi og allt útlit er fyrir að þessi rafbílavæðing þjóðfélagsins muni ganga enn hraðar fyrir sig á næstunni, samfara uppsetningu hraðhleðslustöðva um allt land og batnandi hag almennings. Á meðan hlutfall rafmagnsbíla er vel innan við 10% af heildarbílaflotanum má segja að vandamál við hleðslu þeirra í fjöleignarhúsum sé ekki stórt en eftir því sem rafbílunum fjölgar er viðbúið að fjölga verði hleðslustöðvum við fjöleignarhús og fráteknum stæðum fyrir þá. Það er því ekki seinna vænna fyrir eigendur fjöleignarhúsa að fara að huga að því hvernig ráðstafa skuli sameiginlegum stæðum til hleðslu rafmagnsbíla, hvernig standa skuli að rafmagnslögnum og tengingum, kostnaðarskiptingu og gjaldtöku eða mælingu raforkunotkunar, ef rafmagn vegna rafbíla er tekið af „sameignarrafmagni“ viðkomandi fjöleignarhúss.Er flutningsgeta heimtaugar nægilega mikil? Fram til þessa hafa eigendur rafbíla í fjölbýlishúsum yfirleitt leyst þessi hleðslumál í samráði við hússtjórnir, s.s. með sérkostnaðarmæli eða greiðslu fyrir áætlaða rafmagnsnotkun sameignar. Með stóraukinni fjölgun rafbíla blasir við að koma verður betra skikki á fyrirkomulag þessara mála og ráðlegg ég stjórnum húsfélaga að hefjast strax handa við upplýsingaöflun, til að reyna að sjá fyrir þróun þessara mála og gera þannig alla ákvarðanatöku markvissari. Fyrstu skref í slíkri upplýsingaöflun gætu t.d. verið að kanna hversu margir íbúar hyggjast koma sér upp rafbíl og hvort heimtaug hússins sé nægilega stór, þ.e. hvort flutningsgeta hennar dugi til að anna þeim fjölda rafmagnsbíla sem ætla má að þjónusta þurfi í húsinu. Til samanburðar hefur verið nefnt að heimahleðslu rafmagnsbíls megi líkja við að heimilisþurrkari gangi í nokkra klukkutíma, en þeir eru nokkuð orkufrekir og gætu valdið útslætti ef allir væru í gangi í einu. Heimtaug húsa er í fæstum tilfellum nógu stór til að anna fjölmörgum rafbílum í einu og því hefur verið þróaður búnaður sem stýrir álaginu, þannig að þótt ekki sé til nægilegt rafmagn eða flutningsgeta til að allir rafmagnsbílar geti verið í hleðslu samtímis þá er að líkindum til nægilegt rafmagn yfir sólarhringinn til að anna áætluðum fjölda bíla. Bílastæði í óskiptri sameign Í fjöleignarhúsi með bílastæðum í óskiptri sameign þurfa eigendur að gera upp við sig hvort þeir vilji taka frá ákveðin bílastæði og koma upp hleðslustöð við þau stæði á vegum húsfélagsins. Í Noregi hefur löggjafinn lagt þær skyldur á húsfélög að úthluta sérstökum bílastæðum undir rafmagnshleðslu bíla en slíkar skyldur eru ekki fyrir hendi hér. Þá hefur reynslan sýnt að ekki er líklegt að samþykki allra eigenda, sem fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um, fáist fyrir því að úthluta tilteknum bílastæðum á ákveðnar íbúðir til sérafnota, þó svo það sé gert til að auðvelda uppsetningu hleðslustöðva. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús þarf aukinn meirihluta atkvæða á félagsfundi, til að kaup hleðslustöðva og ráðstöfun bílastæða í óskiptri eign allra eigenda teljist lögleg. Jafnframt þarf að þinglýsa þeirri ákvörðun húsfundar, eða nýrri eignaskiptayfirlýsingu, til að lögmæti samþykkis fyrir ráðstöfun bílastæða undir hleðslu rafmagnsbíla sé tryggt. Þegar rafbílum fjölgar enn frekar má svo búast við að fjölga verði hleðslustöðvum og fráteknum bílastæðum enn frekar. Bílhýsi og sérafnotastæði Ef bílastæði við hús, eða í bílageymslu, eru svokölluð sérafnotastæði verður að telja líklegt að einhverjir eigenda vilji setja þar upp eigin hleðslustöð eða tengil fyrir rafbíl. Á meðan rafmagnsbílar eru fáir getur í raun dugað að koma upp góðum tengli við bílastæðið en þegar bílum fjölgar þarf að fara að taka tillit til flutningsgetu heimtaugar hússins. Húseigendur þurfa þá að ná samkomulagi um kaup á samræmdum hleðslustöðvum, sem jafna og deila álagi. Eins og sést á þessari stuttu upptalningu er að ýmsu að hyggja varðandi fjöleignarhús og hleðslu rafbíla. Það er að mínu mati skynsamlegast að láta fagaðila útfæra heildarfyrirkomulag raflagna að bílastæðum húsfélaga, enda þarf að vera tryggt að fylgt sé kröfum byggingaryfirvalda um bæði útfærslu teikninga og lagningu umræddra raflagna og að sú vinna sé unnin af þar til bærum fagaðilum. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur rafmagnsbílum fjölgað mjög hér á landi og allt útlit er fyrir að þessi rafbílavæðing þjóðfélagsins muni ganga enn hraðar fyrir sig á næstunni, samfara uppsetningu hraðhleðslustöðva um allt land og batnandi hag almennings. Á meðan hlutfall rafmagnsbíla er vel innan við 10% af heildarbílaflotanum má segja að vandamál við hleðslu þeirra í fjöleignarhúsum sé ekki stórt en eftir því sem rafbílunum fjölgar er viðbúið að fjölga verði hleðslustöðvum við fjöleignarhús og fráteknum stæðum fyrir þá. Það er því ekki seinna vænna fyrir eigendur fjöleignarhúsa að fara að huga að því hvernig ráðstafa skuli sameiginlegum stæðum til hleðslu rafmagnsbíla, hvernig standa skuli að rafmagnslögnum og tengingum, kostnaðarskiptingu og gjaldtöku eða mælingu raforkunotkunar, ef rafmagn vegna rafbíla er tekið af „sameignarrafmagni“ viðkomandi fjöleignarhúss.Er flutningsgeta heimtaugar nægilega mikil? Fram til þessa hafa eigendur rafbíla í fjölbýlishúsum yfirleitt leyst þessi hleðslumál í samráði við hússtjórnir, s.s. með sérkostnaðarmæli eða greiðslu fyrir áætlaða rafmagnsnotkun sameignar. Með stóraukinni fjölgun rafbíla blasir við að koma verður betra skikki á fyrirkomulag þessara mála og ráðlegg ég stjórnum húsfélaga að hefjast strax handa við upplýsingaöflun, til að reyna að sjá fyrir þróun þessara mála og gera þannig alla ákvarðanatöku markvissari. Fyrstu skref í slíkri upplýsingaöflun gætu t.d. verið að kanna hversu margir íbúar hyggjast koma sér upp rafbíl og hvort heimtaug hússins sé nægilega stór, þ.e. hvort flutningsgeta hennar dugi til að anna þeim fjölda rafmagnsbíla sem ætla má að þjónusta þurfi í húsinu. Til samanburðar hefur verið nefnt að heimahleðslu rafmagnsbíls megi líkja við að heimilisþurrkari gangi í nokkra klukkutíma, en þeir eru nokkuð orkufrekir og gætu valdið útslætti ef allir væru í gangi í einu. Heimtaug húsa er í fæstum tilfellum nógu stór til að anna fjölmörgum rafbílum í einu og því hefur verið þróaður búnaður sem stýrir álaginu, þannig að þótt ekki sé til nægilegt rafmagn eða flutningsgeta til að allir rafmagnsbílar geti verið í hleðslu samtímis þá er að líkindum til nægilegt rafmagn yfir sólarhringinn til að anna áætluðum fjölda bíla. Bílastæði í óskiptri sameign Í fjöleignarhúsi með bílastæðum í óskiptri sameign þurfa eigendur að gera upp við sig hvort þeir vilji taka frá ákveðin bílastæði og koma upp hleðslustöð við þau stæði á vegum húsfélagsins. Í Noregi hefur löggjafinn lagt þær skyldur á húsfélög að úthluta sérstökum bílastæðum undir rafmagnshleðslu bíla en slíkar skyldur eru ekki fyrir hendi hér. Þá hefur reynslan sýnt að ekki er líklegt að samþykki allra eigenda, sem fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um, fáist fyrir því að úthluta tilteknum bílastæðum á ákveðnar íbúðir til sérafnota, þó svo það sé gert til að auðvelda uppsetningu hleðslustöðva. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús þarf aukinn meirihluta atkvæða á félagsfundi, til að kaup hleðslustöðva og ráðstöfun bílastæða í óskiptri eign allra eigenda teljist lögleg. Jafnframt þarf að þinglýsa þeirri ákvörðun húsfundar, eða nýrri eignaskiptayfirlýsingu, til að lögmæti samþykkis fyrir ráðstöfun bílastæða undir hleðslu rafmagnsbíla sé tryggt. Þegar rafbílum fjölgar enn frekar má svo búast við að fjölga verði hleðslustöðvum og fráteknum bílastæðum enn frekar. Bílhýsi og sérafnotastæði Ef bílastæði við hús, eða í bílageymslu, eru svokölluð sérafnotastæði verður að telja líklegt að einhverjir eigenda vilji setja þar upp eigin hleðslustöð eða tengil fyrir rafbíl. Á meðan rafmagnsbílar eru fáir getur í raun dugað að koma upp góðum tengli við bílastæðið en þegar bílum fjölgar þarf að fara að taka tillit til flutningsgetu heimtaugar hússins. Húseigendur þurfa þá að ná samkomulagi um kaup á samræmdum hleðslustöðvum, sem jafna og deila álagi. Eins og sést á þessari stuttu upptalningu er að ýmsu að hyggja varðandi fjöleignarhús og hleðslu rafbíla. Það er að mínu mati skynsamlegast að láta fagaðila útfæra heildarfyrirkomulag raflagna að bílastæðum húsfélaga, enda þarf að vera tryggt að fylgt sé kröfum byggingaryfirvalda um bæði útfærslu teikninga og lagningu umræddra raflagna og að sú vinna sé unnin af þar til bærum fagaðilum. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun