Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - SKIF Krasnodar 41-28 | ÍBV setti upp sýningu er liðið komst í undanúrslit

Gabríel Sighvatsson skrifar
Eyjamenn fagna deildarmeistaratitli sínum á dögunum.
Eyjamenn fagna deildarmeistaratitli sínum á dögunum. Vísir/Valli
Eyjamenn komust áfram í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu eftir stórkostlegan sigur gegn SKIF

Krasnodar í Vestmannaeyjum í dag.

Lokatölur voru 41-28 og var sigurinn aldrei í vafa. Eyjamenn voru frábærir og áttu Rússarnir ekki

möguleika í seinni hálfleik.

Frammistaða ÍBV var mjög góð eins og lokatölur gefa til kynna en eftir fyrstu 20 mínúturnar setti ÍBV í

næst gír og kláraði leikinn.

Frábær sigur og ÍBV heldur áfram í undanúrslit.

Af hverju vann ÍBV?

Eyjamenn áttu hreint út sagt stórkostlega leik. Þeir voru í vandræðum í fyrr hálfleik en áttu leikinn í

40 mínútur eftir það.

Allir leikmennirnir voru góðir og spiluðu þeir flestir. Aron hrökk í gang í markinu og sóknin keyrði yfir

Rússana.

Hvað gekk illa?

Rússarnir voru góðir fyrstu 20 mínúturnar en um leið og ÍBV komst í takt við leikinn áttu gestirnir í

vandræðum. Ekkert datt fyrir þá og vörnin hélt engu. Markvarslan var ekki góð.

Sóknarlega voru þeir í brasi og skoruðu þeir einungis nokkur mörk í seinni hálfleik.

Hverjir stóðu upp úr?

Aron Rafn Eðvarðsson var frábær eins og oft og átti 20 varða bolta. Kári var mikilvægur í leiknum og

skoraði 9 mörk. Sigurbergur og Teddi komu þar á eftir með 8 og 7 mörk. Ungu leikmennirnir hjá

Eyjamönnum fengu mikinn tíma og stóðu þeir sig einnig mjög vel svo sem og allt liðið.

Sergey Nikolaenkov var markahæstur hjá Krasnodar og skoraði heil níu mörk og helmingur þeirra af

vítapunktinum.

Hvað gerist næst?

ÍBV fer áfram í undanúrslit keppninnar og mæta þar annað hvort FyllingenBergen frá Noregi eða sterku liði Potaissa Turda frá Rúmeníu sem sló Val eftirminnilega úr keppni fyrir ári síðan.

Arnar: Vonandi náum við að hefna fyrir Val

„Þetta var mjög gott heilt yfir. Góður sigur og ég er ánægður með að við erum komnir áfram í keppninni,” sagði Arnar Péturson, þjálfari ÍBV.

ÍBV braut 40 marka múrinn á tímabilinu með sigrinum í dag.

„38 mörk á móti FH held ég að hafi verið það mesta fyrir þennan leik þannig að þetta er núna það

mesta.”

Eyjamenn byrjuðu í smá vandræðum en komust vel inn í leikinne eftir því sem leið á og sigldu þessu

heim á endanum.

„Þetta byrjaði í hörkuleik. Þeir leiddu lengi vel og voru flottir. Þetta eru ungir og flottir strákar og þeir

voru ekkert gríðarlega fjölmennir í dag. Það var þannig séð vitað mál að þeir myndu verða eftir þegar

leið á leikinn, þeir gerðu það og þá refsuðum við.“

„Við vorum aðeins að stíga út úr stöðum varnarlega og við breyttum aðeins um áherslur og þá vorum

við með þá.“

Aðspurður hvort hann ætti sér óskamótherja gat Arnar ekki annað en nefnt Potaissa Turda frá

Rúmeníu.

„Eigum við ekki að vona að við fáum Turda frá Rúmeníu, er það ekki? Þeir unnu Norðmenninna með

fimm mörkum í fyrri leiknum og eru að spila á mánudaginn. Bæði lið eru mjög góð en eigum við ekki

að óska vegna Valsmanna að við fáum Turda og náum að hefna fyrir þá.“

Aron Rafn: Bæði góð lið

„Þetta var 13 marka sigur og við spiluðum vel. Það var smá hiksti í byrjun en við þurftum bara aðeins

að breyta vörninni, sóknin var mjög flott þannig að um leið og við lokuðum vörninni þá small þetta,” sagði Aron Rafn, markvörður ÍBV, í leikslok.

„Mér fannst við bara ógeðslega flottir. Fyrsta korterið, 20 mínúturnar erum við að gera tæknifeila og

erum smá ragir og ekki nógu fastir fyrir í vörninni en eftir það erum við bara ótrúlega góðir.“

Aron bjóst þó ekki við svona stórum sigri.

„Við vorum komnir 7 mörkum yfir úti í Rússlandi og fannst við hefðum átt að taka meira forskot með

okkur til Íslands en að vinna með 13 mörkum... Þeir voru kannski ekki með marga leikmenn til

skiptanna en þetta var virkilega flott.

„Þetta sýnir hversu góðir við erum og er gott upp á framhaldið í  keppninni. Það er annað hvort Turda eða Fyllingen og þau eru bæði góð lið.“

Kári Kristján: Lalli ljósastaur kemur í markið og lokar

„Yndislegt. Ánægður með stórsigur á þessu rússneska liði. Sóttum góðan sigur út, plús tvö. Ég var

ánægður með að fá ekki meira," sagði línutröllið Kári Kristján Kristjánsson.

„Ef við hefðum fengið meira þá hefðum við komið svolítið værukærir til leiks þannig að við urðum að vera með þurrt á öllum og kláruðum þetta sannfærandi."

„Þeir voru farnir að þreytast í seinni hálfleik. Þeir voru bara með 11 menn á skýrslu, tveir markmenn,

þannig að þeir voru ekki með mikið til skiptanna og miðjublokkin var orðin helvíti þreytt og við

gengum á lagið.“

ÍBV þurfti korter til að komast í gang en þangað til voru þeir undir í leiknum.

„Við vorum lengi í gang, vorum í smá ströggli fyrsta korterið en ég held að það hafi bara verið hátt

spennustig. En menn voru mótiveraðir og flottir og við fórum að sigla þessu.“

„Lalli ljósastaur (Aron Rafn) kemur í markið, fer að loka og við förum að nýta færin alveg einstaklega

vel. Ég held að sóknarnýtingin í seinni hálfleik hafi verið djöfulli góð og það eiginlega skóp sigurinn.“

Kári ætlar að fylgjast með leiknum á mánudaginn milli Fyllingen og Turda en liðið sem vinnur þann

leik sækir ÍBV heim í undanúrslitunum.

„Menn eru eitthvað að spá í þessum ferðalögum en þegar maður er búinn að fara til Krasnodar þá

verður allt bara veisla. Það yrði fínt að kvitta fyrir (Val) ef þetta er einhver Rúmeníu-skandall þarna.“

„Við ætlum okkur langt í þessari keppni og við erum ekki lengur með í þessu. Það er bara dolla og

ekkert annað.“

„Ég mun pottþétt fylgjast með. Það verður bara popp og Diet Coke og allur pakkinn,” sagði Kári að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira