Erlent

Mannfall í loftárás Talíbana

Árásum Talibana í Afganistan hefur fjölgað að undanförnu.
Árásum Talibana í Afganistan hefur fjölgað að undanförnu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 24 hermenn féllu í valinn eftir árás Talíbana í vesturhluta Afganistan. BBC greinir frá

Árásin var gerð í kjölfar þess að til átaka kom milli Talíbana og afganskra hermanna er hinir síðarnefndu bjuggu sig undir árás í Bala Buluk-umdæmi í héraðinu Farah.

Skærur hafa verið algengar á svæðinu en fyrir tveimur vikum gerðu Talíbanar áþekka árás sem varð 22 afgönskum hermönnum að bana.



Farah-hérað í vestuhluta Afganistan.Mynd: Wikipedia.
Talíbanar hafa enn mikil ítök í Afganistan en samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af BBC eru vígasveitir Talíbana virkar í 70 prósentum landsins.

Sjá einnig: Talibanar starfa óáreittir í stærstum hluta Afganistans


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×