Símenntun í fjölmenningarsamfélagi Hrönn Grímsdóttir skrifar 13. mars 2018 11:19 Samfélagið tekur stöðugum breytingum og fjölbreytileikinn verður meiri ár frá ári hvað varðar menningarstrauma, þjóðerni og tungumál. Þetta eru breytingar sem eru komnar til að vera, enda er alltaf að verða auðveldara fyrir fólk að flytjast búferlum milli landa. Við erum hluti af alþjóðasamfélaginu og bættar samgöngur og samskiptatækni þurrka út landamæri. Hingað til lands sækir fólk til lengri eða skemmri dvalar og ástæðurnar eru fjölmargar. Líklega koma þó flestir erlendir ríkisborgarar vegna annað hvort vinnu eða fjölskyldutengsla. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru ríflega tuttugu þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Þetta þýðir að í það minnsta einn af hverjum tíu á vinnumarkaði hér á landi er erlendur ríkisborgari.Íslenskukennslan er lykilþáttur Það er gömul saga og ný að íslenskukunnátta er mikilvægur lykill að þátttöku erlendra ríkisborgara í íslensku samfélagi. Nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri eiga kost á íslenskukennslu en í fullorðinsfræðslunni er hlutur símenntunarmiðstöðvanna mikilvægur. Þær bjóða upp á íslenskunám fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og eru námskeiðin jafnan mjög vel sótt. Grunnur fólks er mismunandi, sumir koma úr fjarlægum heimshlutum þar sem annað letur er notað og eru því ólæsir eða illa læsir á það latneska letur sem við notum. Fyrir þetta fólk er yfir háan vegg að fara og mörgum reynist torveld leiðin að settu marki. Ég hygg að flestir sem að fullorðinsfræðslu starfa séu sammála um að þó svo að vel sé staðið að þeirri íslenskukennslu sem er í boði í dag þyrfti að gera enn betur. Íslenskan er erfitt tungumál að læra og ég verð vör við að fólk af erlendu bergi brotið kallar eftir frekari íslenskukennslu. Þetta þurfum við að hafa í huga. Að mínu mati megum við heldur ekki gleyma því fólki sem hefur búið hér á landi í töluverðan tíma og komið ár sinni vel fyrir borð, er jafnvel komið í stjórnendastöður á vinnumarkaði og þarf því að nota tungumálið í ríkum mæli, bæði talmálið og ekki síður ritmálið. Þessu fólki þarf líka að bjóðast íslenskunám sem byggir ofan á þann grunn sem það hefur þegar fengið í tungumálinu.Móttaka flóttafólks Símenntunarmiðstöðvar víða um land gegna ákveðnu lykilhlutverki varðandi kennslu fullorðinna flóttamanna. Þar er um krefjandi verkefni að ræða m.a. vegna þess að flóttafólk kemur oft úr erfiðum aðstæðum og hefur ekki sjálft valið að fara frá sínum heimkynnum heldur neyðst til þess. Fyrir utan kennslu í íslensku er kennsla í samfélagsfræði og menningu landsins hluti af þeim verkefnunum sem símenntunarmiðstöðvarnar sinna. Búa mætti mun betur að baklandi þessara verkefna t.d. með sérfræðiráðgjöf og námsefni.Að vísa fólki veginn Á þeim tíma sem ég hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú hef ég sannfærst um nauðsyn þess að eiga persónuleg viðtöl við margt af því erlenda fólki sem hér býr. Ég finn að þau eru mikilvæg til þess að vísa fólki veginn í íslensku samfélagi, kynna fyrir því réttindi þess og skyldur, möguleika í menntun o.fl. Viðtölin eru líka mikilvægur liður í því að byggja upp sjálfstraust hjá fólki til þess að takast á við eitthvað sem hefur blundað með því innst inni en það hefur ekki haft áræði til þess að taka skrefið. Þess eru mýmörg dæmi að fólk með mikla menntun að baki í heimalandinu fær ekki viðurkenningu á henni á vinnumarkaði hér á landi og getur því ekki nýtt sér eða byggt ofan á hana með frekara námi hér. Í mörgum tilfellum er um hreina vanþekkingu að ræða beggja vegna borðsins og ég veit til þess að stundum þarf ekki nema eitt viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til þess að koma slíkum málum í réttan farveg í kerfinu.Að ýta undir virkni og þátttöku í samfélaginu En þá er það spurningin, hvernig er best að ná til erlends fólks á vinnumarkaði? Í mörgum tilfellum getur verið erfitt fyrsta skref fyrir erlenda starfsmenn sem lítið þekkja til að fara inn fyrir þröskuld símenntunarmiðstöðvanna til þess að sækja námskeið eða eiga viðtöl við náms- og starfsráðgjafa. Mín reynsla er sú að farsælla sé að taka fyrstu skrefin á vinnustöðunum í góðu samstarfi við fyrirtækin og ég hef ekki orðið vör við annað en að stjórnendur í atvinnulífinu séu almennt velviljaðir í þessum efnum. Oftast fer líka saman að starfsánægja erlendra starfsmanna eykst með aukinni virkni og þátttöku í samfélaginu. Austurbrú hefur m.a. boðið upp á fagnámskeið fyrir erlent starfsfólk í leikskólum Fjarðabyggðar. Starfsfólkið kemur í hádeginu einu sinni í viku og kennslan og viðfangsefnið er fjölbreytt. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel. Farið er í sjálfsstyrkingu, tjáningu, gerð færnimöppu, kennt er á tölvur, listastarf, innra starf leikskólanna er tekið fyrir og íslenskukennslan fléttast inn í alla þættina. Þetta er ein leið til að styrkja erlendu íbúana okkar í lífi og starfi. Símenntunarmiðstöðvar gegna lykilhlutverki við að vísa erlendum íbúum veginn í íslensku samfélagi og bjóða þeim upp á fjölbreytta kennslu í íslensku og samfélagsfræði. Þær þyrftu að hafa meira svigrúm til að sinna þessu hlutverki miðað við vaxandi fjölda erlendra íbúa.Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagið tekur stöðugum breytingum og fjölbreytileikinn verður meiri ár frá ári hvað varðar menningarstrauma, þjóðerni og tungumál. Þetta eru breytingar sem eru komnar til að vera, enda er alltaf að verða auðveldara fyrir fólk að flytjast búferlum milli landa. Við erum hluti af alþjóðasamfélaginu og bættar samgöngur og samskiptatækni þurrka út landamæri. Hingað til lands sækir fólk til lengri eða skemmri dvalar og ástæðurnar eru fjölmargar. Líklega koma þó flestir erlendir ríkisborgarar vegna annað hvort vinnu eða fjölskyldutengsla. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru ríflega tuttugu þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Þetta þýðir að í það minnsta einn af hverjum tíu á vinnumarkaði hér á landi er erlendur ríkisborgari.Íslenskukennslan er lykilþáttur Það er gömul saga og ný að íslenskukunnátta er mikilvægur lykill að þátttöku erlendra ríkisborgara í íslensku samfélagi. Nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri eiga kost á íslenskukennslu en í fullorðinsfræðslunni er hlutur símenntunarmiðstöðvanna mikilvægur. Þær bjóða upp á íslenskunám fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og eru námskeiðin jafnan mjög vel sótt. Grunnur fólks er mismunandi, sumir koma úr fjarlægum heimshlutum þar sem annað letur er notað og eru því ólæsir eða illa læsir á það latneska letur sem við notum. Fyrir þetta fólk er yfir háan vegg að fara og mörgum reynist torveld leiðin að settu marki. Ég hygg að flestir sem að fullorðinsfræðslu starfa séu sammála um að þó svo að vel sé staðið að þeirri íslenskukennslu sem er í boði í dag þyrfti að gera enn betur. Íslenskan er erfitt tungumál að læra og ég verð vör við að fólk af erlendu bergi brotið kallar eftir frekari íslenskukennslu. Þetta þurfum við að hafa í huga. Að mínu mati megum við heldur ekki gleyma því fólki sem hefur búið hér á landi í töluverðan tíma og komið ár sinni vel fyrir borð, er jafnvel komið í stjórnendastöður á vinnumarkaði og þarf því að nota tungumálið í ríkum mæli, bæði talmálið og ekki síður ritmálið. Þessu fólki þarf líka að bjóðast íslenskunám sem byggir ofan á þann grunn sem það hefur þegar fengið í tungumálinu.Móttaka flóttafólks Símenntunarmiðstöðvar víða um land gegna ákveðnu lykilhlutverki varðandi kennslu fullorðinna flóttamanna. Þar er um krefjandi verkefni að ræða m.a. vegna þess að flóttafólk kemur oft úr erfiðum aðstæðum og hefur ekki sjálft valið að fara frá sínum heimkynnum heldur neyðst til þess. Fyrir utan kennslu í íslensku er kennsla í samfélagsfræði og menningu landsins hluti af þeim verkefnunum sem símenntunarmiðstöðvarnar sinna. Búa mætti mun betur að baklandi þessara verkefna t.d. með sérfræðiráðgjöf og námsefni.Að vísa fólki veginn Á þeim tíma sem ég hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú hef ég sannfærst um nauðsyn þess að eiga persónuleg viðtöl við margt af því erlenda fólki sem hér býr. Ég finn að þau eru mikilvæg til þess að vísa fólki veginn í íslensku samfélagi, kynna fyrir því réttindi þess og skyldur, möguleika í menntun o.fl. Viðtölin eru líka mikilvægur liður í því að byggja upp sjálfstraust hjá fólki til þess að takast á við eitthvað sem hefur blundað með því innst inni en það hefur ekki haft áræði til þess að taka skrefið. Þess eru mýmörg dæmi að fólk með mikla menntun að baki í heimalandinu fær ekki viðurkenningu á henni á vinnumarkaði hér á landi og getur því ekki nýtt sér eða byggt ofan á hana með frekara námi hér. Í mörgum tilfellum er um hreina vanþekkingu að ræða beggja vegna borðsins og ég veit til þess að stundum þarf ekki nema eitt viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til þess að koma slíkum málum í réttan farveg í kerfinu.Að ýta undir virkni og þátttöku í samfélaginu En þá er það spurningin, hvernig er best að ná til erlends fólks á vinnumarkaði? Í mörgum tilfellum getur verið erfitt fyrsta skref fyrir erlenda starfsmenn sem lítið þekkja til að fara inn fyrir þröskuld símenntunarmiðstöðvanna til þess að sækja námskeið eða eiga viðtöl við náms- og starfsráðgjafa. Mín reynsla er sú að farsælla sé að taka fyrstu skrefin á vinnustöðunum í góðu samstarfi við fyrirtækin og ég hef ekki orðið vör við annað en að stjórnendur í atvinnulífinu séu almennt velviljaðir í þessum efnum. Oftast fer líka saman að starfsánægja erlendra starfsmanna eykst með aukinni virkni og þátttöku í samfélaginu. Austurbrú hefur m.a. boðið upp á fagnámskeið fyrir erlent starfsfólk í leikskólum Fjarðabyggðar. Starfsfólkið kemur í hádeginu einu sinni í viku og kennslan og viðfangsefnið er fjölbreytt. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel. Farið er í sjálfsstyrkingu, tjáningu, gerð færnimöppu, kennt er á tölvur, listastarf, innra starf leikskólanna er tekið fyrir og íslenskukennslan fléttast inn í alla þættina. Þetta er ein leið til að styrkja erlendu íbúana okkar í lífi og starfi. Símenntunarmiðstöðvar gegna lykilhlutverki við að vísa erlendum íbúum veginn í íslensku samfélagi og bjóða þeim upp á fjölbreytta kennslu í íslensku og samfélagsfræði. Þær þyrftu að hafa meira svigrúm til að sinna þessu hlutverki miðað við vaxandi fjölda erlendra íbúa.Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun