Neitar að læra af reynslunni Freyr Frostason skrifar 14. mars 2018 07:00 Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun