Neitar að læra af reynslunni Freyr Frostason skrifar 14. mars 2018 07:00 Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar