Neitar að læra af reynslunni Freyr Frostason skrifar 14. mars 2018 07:00 Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun