
Neitar að læra af reynslunni
Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn.
„Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári.
Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“.
Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“.
Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna.
Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.
Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Skoðun

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar