Krabbamein í blöðruhálskirtli Dr. Ásgeir R. Helgason skrifar 15. mars 2018 07:00 Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar