Krabbamein í blöðruhálskirtli Dr. Ásgeir R. Helgason skrifar 15. mars 2018 07:00 Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun