Dönsum gegn ofbeldi! Stella Samúelsdóttir skrifar 16. mars 2018 08:00 „Ég er stoltur femínisti. Allir karlmenn eiga að beita sér fyrir kynjajafnrétti,“ sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni við setningu 62. kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni þar sem ég er stödd í hringiðu jafnréttismála. Það er óhætt að segja að sá andi sem hér svífur yfir vötnum tengist #metoo-byltingunni sem hefur haft áhrif í hverju einasta landi. Umræðan hér tengist mjög stöðu karlmanna og hvernig hægt er að endurskoða staðlaðar hugmyndir okkar um karlmennsku. Eins og Emma Holten, aktívisti og femínisti, sagði á einum fundinum: „Við þurfum að elska karlmenn, en elska þá án þess að tengja þá við vald.“ Á fundinum í ár er sjónum þó sérstaklega beint að stöðu og valdeflingu kvenna í dreifbýli; hvernig tryggja megi þeim aukin réttindi, atvinnutækifæri, fæðuöryggi, aðgang að ræktunarlöndum, tækni, menntun, heilsu og hvernig uppræta megi ofbeldi gegn konum og stúlkum í dreifbýli. Róhingjakonur eru án efa berskjaldaðasti slíki hópur kvenna í dag, en þær hafa flúið Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum, hópnauðgunum og linnulausu ofbeldi undanfarinna áratuga. Við hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi höfum hafið sms-neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur. Ég vil því hvetja landsmenn til að lýsa upp myrkur Róhingjakvenna og senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) og styrkja neyðarathvarf UN Women þar sem konur hljóta vernd, áfallahjálp, atvinnutækifæri og sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að mæta á dansbyltingu UN Women og Sónar Reykjavík – Milljarður rís sem haldin er í dag kl. 12-13 í Hörpu og víðsvegar um landið. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Ég hvet ykkur til að mæta, dansa gegn kynbundnu ofbeldi með gleði að vopni og hlusta á þeirra raddir. Tíminn er núna!Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
„Ég er stoltur femínisti. Allir karlmenn eiga að beita sér fyrir kynjajafnrétti,“ sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni við setningu 62. kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni þar sem ég er stödd í hringiðu jafnréttismála. Það er óhætt að segja að sá andi sem hér svífur yfir vötnum tengist #metoo-byltingunni sem hefur haft áhrif í hverju einasta landi. Umræðan hér tengist mjög stöðu karlmanna og hvernig hægt er að endurskoða staðlaðar hugmyndir okkar um karlmennsku. Eins og Emma Holten, aktívisti og femínisti, sagði á einum fundinum: „Við þurfum að elska karlmenn, en elska þá án þess að tengja þá við vald.“ Á fundinum í ár er sjónum þó sérstaklega beint að stöðu og valdeflingu kvenna í dreifbýli; hvernig tryggja megi þeim aukin réttindi, atvinnutækifæri, fæðuöryggi, aðgang að ræktunarlöndum, tækni, menntun, heilsu og hvernig uppræta megi ofbeldi gegn konum og stúlkum í dreifbýli. Róhingjakonur eru án efa berskjaldaðasti slíki hópur kvenna í dag, en þær hafa flúið Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum, hópnauðgunum og linnulausu ofbeldi undanfarinna áratuga. Við hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi höfum hafið sms-neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur. Ég vil því hvetja landsmenn til að lýsa upp myrkur Róhingjakvenna og senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) og styrkja neyðarathvarf UN Women þar sem konur hljóta vernd, áfallahjálp, atvinnutækifæri og sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að mæta á dansbyltingu UN Women og Sónar Reykjavík – Milljarður rís sem haldin er í dag kl. 12-13 í Hörpu og víðsvegar um landið. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Ég hvet ykkur til að mæta, dansa gegn kynbundnu ofbeldi með gleði að vopni og hlusta á þeirra raddir. Tíminn er núna!Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar