Dönsum gegn ofbeldi! Stella Samúelsdóttir skrifar 16. mars 2018 08:00 „Ég er stoltur femínisti. Allir karlmenn eiga að beita sér fyrir kynjajafnrétti,“ sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni við setningu 62. kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni þar sem ég er stödd í hringiðu jafnréttismála. Það er óhætt að segja að sá andi sem hér svífur yfir vötnum tengist #metoo-byltingunni sem hefur haft áhrif í hverju einasta landi. Umræðan hér tengist mjög stöðu karlmanna og hvernig hægt er að endurskoða staðlaðar hugmyndir okkar um karlmennsku. Eins og Emma Holten, aktívisti og femínisti, sagði á einum fundinum: „Við þurfum að elska karlmenn, en elska þá án þess að tengja þá við vald.“ Á fundinum í ár er sjónum þó sérstaklega beint að stöðu og valdeflingu kvenna í dreifbýli; hvernig tryggja megi þeim aukin réttindi, atvinnutækifæri, fæðuöryggi, aðgang að ræktunarlöndum, tækni, menntun, heilsu og hvernig uppræta megi ofbeldi gegn konum og stúlkum í dreifbýli. Róhingjakonur eru án efa berskjaldaðasti slíki hópur kvenna í dag, en þær hafa flúið Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum, hópnauðgunum og linnulausu ofbeldi undanfarinna áratuga. Við hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi höfum hafið sms-neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur. Ég vil því hvetja landsmenn til að lýsa upp myrkur Róhingjakvenna og senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) og styrkja neyðarathvarf UN Women þar sem konur hljóta vernd, áfallahjálp, atvinnutækifæri og sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að mæta á dansbyltingu UN Women og Sónar Reykjavík – Milljarður rís sem haldin er í dag kl. 12-13 í Hörpu og víðsvegar um landið. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Ég hvet ykkur til að mæta, dansa gegn kynbundnu ofbeldi með gleði að vopni og hlusta á þeirra raddir. Tíminn er núna!Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Ég er stoltur femínisti. Allir karlmenn eiga að beita sér fyrir kynjajafnrétti,“ sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni við setningu 62. kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni þar sem ég er stödd í hringiðu jafnréttismála. Það er óhætt að segja að sá andi sem hér svífur yfir vötnum tengist #metoo-byltingunni sem hefur haft áhrif í hverju einasta landi. Umræðan hér tengist mjög stöðu karlmanna og hvernig hægt er að endurskoða staðlaðar hugmyndir okkar um karlmennsku. Eins og Emma Holten, aktívisti og femínisti, sagði á einum fundinum: „Við þurfum að elska karlmenn, en elska þá án þess að tengja þá við vald.“ Á fundinum í ár er sjónum þó sérstaklega beint að stöðu og valdeflingu kvenna í dreifbýli; hvernig tryggja megi þeim aukin réttindi, atvinnutækifæri, fæðuöryggi, aðgang að ræktunarlöndum, tækni, menntun, heilsu og hvernig uppræta megi ofbeldi gegn konum og stúlkum í dreifbýli. Róhingjakonur eru án efa berskjaldaðasti slíki hópur kvenna í dag, en þær hafa flúið Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum, hópnauðgunum og linnulausu ofbeldi undanfarinna áratuga. Við hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi höfum hafið sms-neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur. Ég vil því hvetja landsmenn til að lýsa upp myrkur Róhingjakvenna og senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) og styrkja neyðarathvarf UN Women þar sem konur hljóta vernd, áfallahjálp, atvinnutækifæri og sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að mæta á dansbyltingu UN Women og Sónar Reykjavík – Milljarður rís sem haldin er í dag kl. 12-13 í Hörpu og víðsvegar um landið. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Ég hvet ykkur til að mæta, dansa gegn kynbundnu ofbeldi með gleði að vopni og hlusta á þeirra raddir. Tíminn er núna!Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar