„Guðs laun“ Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 17. mars 2018 10:50 Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun