„Guðs laun“ Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 17. mars 2018 10:50 Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar