Dýrmætasta auðlindin Ingvar Jónsson skrifar 17. mars 2018 11:37 Grunnur SamfélagsinsTil þess að byggja upp velferðarsamfélag þar sem allir geta lifað með reisn er gott að hugsa sér pýramýda. Grunnur pýramýdans er menntun og þar er eins gott að vandað sé til verksins. Kennarar byggja þennan grunn og til þess að vel takist til, þurfum við sem samfélag að tryggja að vel hæft og áhugasamt fólk sinni því vandasama starfi. Mannauðurinn er hverju samfélagi dýrmætasta auðlindin og náttúrúauðlindir blikkna í samanburði. Úti í hinum stóra heimi þekkjast fjölmörg dæmi þess að samfélög, rík af náttúruauðlindum eru í molum vegna þess að grunnurinn er ótraustur. Í menntun höfum við Íslendingar dregist aftur úr á síðustu árum og brestir eru komnir í grunninn, en hvað er til ráða?Finnska leiðinVið þurfum sem betur fer ekki að finna upp hjólið því Finnar hafa gert það fyrir okkur. Þeim hefur gengið hvað best að mennta börn sín og um leið treysta grunninn. En hvernig fara þeir að? Þeir viðurkenna og valdefla kennarann sem sérfræðing, borga honum laun sem samrýmist sérfræðimenntun kennarans og treysta honum til að vinna skapandi og sjálfstætt. Einnig býr kennarinn við góðar starfsaðstæður. Kennararar njóta mikillar virðingar í finnsku samfélagi og kennarastarfið er eftirsótt. Í námi er lögð áhersla á að börnin læri að vinna saman fremur en að vera í samkeppni. Þeim er kennt að vinna sjálfstætt og skapandi fremur en að kenna þeim staðla. Síðast en ekki síst er gerð rík krafa um að börnum sé aðeins kennt af faglærðum kennurum.Hæðir pýramýdansÞegar menntamál þjóðar eru í lagi þá verður grunnurinn traustur og eftirleikurinn auðveldur. Með traustum grunni er vel hægt að byggja ofan á hann margar hæðir verðmætasköpunar. Því fleiri hæðir verðmætasköpunar sem samfélag byggir þeim mun fallegri og betri verður efsta hæðin þar sem velferðferðin býr fyrir alla samfélagsþegna. Ef við lögum ekki grunninn þá munu hæðirnar hrynja. Þessa finnsku leið vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fara til þess að framtíðin verði góð og gjöful fyrir okkur öll.Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Grunnur SamfélagsinsTil þess að byggja upp velferðarsamfélag þar sem allir geta lifað með reisn er gott að hugsa sér pýramýda. Grunnur pýramýdans er menntun og þar er eins gott að vandað sé til verksins. Kennarar byggja þennan grunn og til þess að vel takist til, þurfum við sem samfélag að tryggja að vel hæft og áhugasamt fólk sinni því vandasama starfi. Mannauðurinn er hverju samfélagi dýrmætasta auðlindin og náttúrúauðlindir blikkna í samanburði. Úti í hinum stóra heimi þekkjast fjölmörg dæmi þess að samfélög, rík af náttúruauðlindum eru í molum vegna þess að grunnurinn er ótraustur. Í menntun höfum við Íslendingar dregist aftur úr á síðustu árum og brestir eru komnir í grunninn, en hvað er til ráða?Finnska leiðinVið þurfum sem betur fer ekki að finna upp hjólið því Finnar hafa gert það fyrir okkur. Þeim hefur gengið hvað best að mennta börn sín og um leið treysta grunninn. En hvernig fara þeir að? Þeir viðurkenna og valdefla kennarann sem sérfræðing, borga honum laun sem samrýmist sérfræðimenntun kennarans og treysta honum til að vinna skapandi og sjálfstætt. Einnig býr kennarinn við góðar starfsaðstæður. Kennararar njóta mikillar virðingar í finnsku samfélagi og kennarastarfið er eftirsótt. Í námi er lögð áhersla á að börnin læri að vinna saman fremur en að vera í samkeppni. Þeim er kennt að vinna sjálfstætt og skapandi fremur en að kenna þeim staðla. Síðast en ekki síst er gerð rík krafa um að börnum sé aðeins kennt af faglærðum kennurum.Hæðir pýramýdansÞegar menntamál þjóðar eru í lagi þá verður grunnurinn traustur og eftirleikurinn auðveldur. Með traustum grunni er vel hægt að byggja ofan á hann margar hæðir verðmætasköpunar. Því fleiri hæðir verðmætasköpunar sem samfélag byggir þeim mun fallegri og betri verður efsta hæðin þar sem velferðferðin býr fyrir alla samfélagsþegna. Ef við lögum ekki grunninn þá munu hæðirnar hrynja. Þessa finnsku leið vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fara til þess að framtíðin verði góð og gjöful fyrir okkur öll.Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar