Ekkert til sparað við árshátíð Isavia í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Árshátíðin fór fram í Hörpu og var mikið um dýrðir. VÍSIR/VILHELM Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06