Ekkert til sparað við árshátíð Isavia í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Árshátíðin fór fram í Hörpu og var mikið um dýrðir. VÍSIR/VILHELM Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06