Ekkert til sparað við árshátíð Isavia í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Árshátíðin fór fram í Hörpu og var mikið um dýrðir. VÍSIR/VILHELM Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06