Staða forstöðumanns ekki laus vegna mistaka fyrir ellefu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 07:15 Kristján Þór Júlíusson var menntamálaráðherra áður en Lilja Alfreðsdóttir tók við. Ef auglýsa hefði átt stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar, þá hefði þurft að gera það á meðan Kristján var ráðherra. Vísir/Ernir Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent