Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“ Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira