Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“ Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira