Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“ Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira