Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“ Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Sjá meira
Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent