Aukinn túr-ismi á Íslandi Sahara Rós Ívarsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:55 Ég fæ ráðið hvað ég borða. Ég fæ ráðið hvar ég vinn. Ég fæ ráðið hvernig ég kýs. Ég fæ ráðið hverjum ég giftist. Ég fæ ráðið hvort ég eignist börn eða alls ekki, en ég fæ engu ráðið um hvort ég fari á túr eða ekki, því ég er kona. Náttúran hefur einkennilega leið til að minna mig á það. Ég fer á túr. Ég er ekki eina konan. Það eru til fleiri eins og ég. Við erum svo margar að við náum yfir helminginn af öllu mannkyninu. Ef ég segði þér að það væru til leiðir til að bæta lífsgæði helmings íbúafjölda jarðar, myndir þú hlusta á mig? Ég hef tvær leiðir í huga sem myndu bæta þrjú atriði í þessum heimi til muna; heilsu, kostnaði og jafnrétti. Hverjar eru þær? Hlustið nú á. Fyrri leiðin að bættum lífsgæðum kvenna væri að líta á dömubindi og túrtappa á sama hátt og klósettpappír; sem sjálfsagðan hlut. Þau ættu að vera aðgengileg í öllum skólum, á öllum vinnustöðum og öllum almenningssalernum. Þegar ég hef upp á samræðum um þessi efni þá er oft fyrsta spurningin sem ég fæ: „Eiga ekki konurnar sjálfar að bera ábyrgð á því að hafa alltaf með sér túrtappa?“ Ég byrja oftast á því að svara þessari spurningu með spurningunni, „Ættir þú þá ekki að bera ábyrgð á því að ganga um með klósettpappír á þér?“ Auk þess, „Af hverju ætti ég frekar að ganga um með veski en þú?“ (Ég skal spara ykkur öll mín kvörtunarefni yfir hinum þröngu og litlu vösum á buxum kvenna.) Fyrir hönd kvenna get ég með öryggi staðfest að það er mun auðveldara að halda í sér þegar maður þarf að pissa en að halda blóði í sér. Það er einfaldlega ekki hægt. Ekki frekar en að halda barni í maganum á konu. Þegar barnið ætlar sér að koma, þá kemur það. Konur geta haldið dagbók um hvenær þær eigi að byrja á túr með hinni hreinustu samvisku, en þó geta þær alltaf byrjað of snemma eða á ólíklegustu stundum. Meira að segja þótt þær séu á pillunni. Samkvæmt bandarískum samtökum sem berjast fyrir auknu og gjaldslausu aðgengi að dömubindum og túrtöppum byrja um 86% bandarískra kvenna á aldrinum 18-54 óvænt á túr án þess að vera með túrtappa eða dömubindi á sér. Enginn þarf að hugsa sig tvisvar um þegar skaffa á sápu, handþurrkur, sótthreinsi og klósettpappír á almenningssalerni. Af hverju ekki? Nú, því að svona hreinlætisaðgerðir eru forsenda þess að hægt sé að halda sýklum sem geta skaðað heilsu almennings í skefjum. Rannsóknir sýna að slæm umhirða í kringum tíðlát geta valdið þvagfærasýkingum, eiturlosi og kynfærasjúkdómum, og einnig aukið líkur á ófrjósemi um 70%. Aukið aðgengi að dömubindum myndi því stuðla að bættri heilsu kvenna, ekki síst þeirra sem hafa lítið á milli handanna og eiga ekki einu sinni efni á svona “lúxusvöru”. Þar að auki eiga ungar stúlkur sem byrja á túr í fyrsta skipti, ekki að þurfa að finna fyrir skömm og líða eins og eitthvað sé að þeim fyrir að þurfa að fara til skólahjúkrunarfræðingsins til að fá dömubindi. Þær ættu að geta gengið beint í þau á almenningssalernum. Aukið aðgengi almennings að dömubindum bætir ekki aðeins heilsu kvenna, heldur myndi það einnig draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins og annarra fyrirtækja. Seinustu þrjú ár hef ég unnið fyrir Te&Kaffi og þótti mér mikið til koma þegar vinnustaðurinn minn ákvað að panta inn dömubindi til að starfsmennirnir ættu beinan aðgang að þeim í neyð. Te & Kaffi hefur uppgötvað að það kostar meira að missa starfsmann úr vinnu til að hlaupa út í búð að kaupa dömubindi en að kaupa túrbindi til að hafa á staðnum. Það getur verið það mikið að gera í kaffiiðnaðinum að ekki gefst tækifæri fyrir starfsmenn að hlaupa út í búð. Og ekki er betra að starfsfólk gangi um í blóðugum buxum þannig að konugreyin þurfa að hlaupa út í búð og skilja restina af starfsfólkinu eftir undir álagi annríkis og með pirraða kúnna sem fá kaffið sitt ekki nógu hratt. Samkvæmt Huffington Post kostar ekki einu sinni kaffibolla fyrir fyrirtæki að útvega dömubindi í heilt ár fyrir eina konu. Má ekki spara einn kaffibolla til að kaupa svona nauðsynlega vöru fyrir konur? Ef ríkisstjórninni þykir of kostnaðarsamt að útvega dömubindi má alveg ræða verð túrbinda. Þá kem ég að seinni leiðinni til að auka lífsgæði kvenna. Samkvæmt grein á mbl frá árinu 2015 hefur virðisaukaskattur verið lagður af smokkum og bleyjum til að koma til móts við ungt fólk og barnafjölskyldur. Smokkar draga úr óvæntum þungunum en það sem meira er, þeir draga talsvert úr kynsjúkdómum. Það er frábært að hugsað sé til heilsu fólks með þessu móti, en þó hefur gleymst að hugsa til heilsu kvenna og fella einnig niður virðisaukaskatt af dömubindum. Samkvæmt fyrrnefndri mbl grein kemur fram að kona sem fer á blæðingar í 35 ár mun að lokum hafa borgað allt að 65.500 kr. í skatt. Hér er aðeins verið að ræða um virðisaukaskattinn sem er nú um 24% á dömubindum (Hallur Már Hallsson, 2015). Ég spyr þess sama og Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar Framtíðar, „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?” Varningur fyrir tíðlát ætti ekki að vera lúxusvara heldur réttur kvenna. Þú þarft ekki að vera heimilislaus kona til að eiga erfitt með að verða þér úti um túrvörur. Ég er venjulegur íslenskur nemandi með aukavinnu sem hefur oft staðið frammi fyrir því hvort hún eigi að kaupa túrbindi eða eyða seinustu krónunum sínum í mat í lok mánaðar. Þótt ég eigi mögulega efni á einum pakka af bindum er það ekki endilega nóg ef mikið blæðir úr mér. Ég hef einfaldlega ekki alltaf átt nóg fyrir þeim skammti af túrbindum sem ég þarf á að halda. Þegar ég líð skort á dömubindum eða er ekki nógu nálægt búð, hef ég oft gert svona „DIY“ bindi úr klósettpappír til að redda mér en samt blæðir í gegn. Ég hef ósjaldan þurft að fara heim úr tíma í skólanum eða úr vinnunni til að skipta um buxur og kaupa bindi. Það er fátt sem særir stolt mitt meira en blóðugar buxur eða blóðugur skrifborðsstóll. Ég veit að ég er ekki ein um þetta vandamál. Ef það væri aukið aðgengi á bindum á almenningssalernum, þyrfti ég ekki að missa laun vegna fjarveru í vinnu eða missa af mikilvægum tímum í skólanum. Karlmenn hafa aðengi að öllum grundvallar nauðsynjavörum á almenningssalernum, en konur sem enn berjast gegn kynbundnum launamismuni þurfa að greiða fyrir áminningu náttúrunnar um að þær séu konur. Við getum ekki sannfært náttúruna um að afnema tíðlát kvenna, en við getum í sameiningu sannfært ríkisstjórnina um að afnema virðisaukaskatt á túrbindum og auka aðgengi kvenna að dömubindum á almenningssalernum. Gleymum ekki, að ekkert okkar væri hér ef konur færu ekki á túr. „Hvar endar þetta?“ spyr fólk gjarnan. „Biðja stelpur ekki næst um svitalyktareyði eða snyrtivörur á baðherbergin?“ Svarið er „nei.“ Að fara á blæðingar er enginn lúxus og það á ekki að vera lúxus að geta haldið hreinlæti í kringum þær og þar með komið í veg fyrir sjúkdóma. Hvar endar þetta? Þetta endar þegar heilbrigði kvenna er í jafn miklu fyrirrúmi og heilbrigði karla. Þetta endar þegar helmingur mannkynsins fær jafn mikil réttindi og hinn helmingur mannkynsins. Það ætti ekki að þurfa kosta mig meira að vera kona en maður. Samkvæmt stöðu mála er þetta rétt að byrja. Að lokum velti ég fyrir mér, með auknum túrisma á Íslandi, eigum við ekki efni á túr-isma kvenna? #égertúristi #blóðugbaráttakvenna P.S. Ég var ekki á túr þegar ég skrifaði þessa grein.Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fæ ráðið hvað ég borða. Ég fæ ráðið hvar ég vinn. Ég fæ ráðið hvernig ég kýs. Ég fæ ráðið hverjum ég giftist. Ég fæ ráðið hvort ég eignist börn eða alls ekki, en ég fæ engu ráðið um hvort ég fari á túr eða ekki, því ég er kona. Náttúran hefur einkennilega leið til að minna mig á það. Ég fer á túr. Ég er ekki eina konan. Það eru til fleiri eins og ég. Við erum svo margar að við náum yfir helminginn af öllu mannkyninu. Ef ég segði þér að það væru til leiðir til að bæta lífsgæði helmings íbúafjölda jarðar, myndir þú hlusta á mig? Ég hef tvær leiðir í huga sem myndu bæta þrjú atriði í þessum heimi til muna; heilsu, kostnaði og jafnrétti. Hverjar eru þær? Hlustið nú á. Fyrri leiðin að bættum lífsgæðum kvenna væri að líta á dömubindi og túrtappa á sama hátt og klósettpappír; sem sjálfsagðan hlut. Þau ættu að vera aðgengileg í öllum skólum, á öllum vinnustöðum og öllum almenningssalernum. Þegar ég hef upp á samræðum um þessi efni þá er oft fyrsta spurningin sem ég fæ: „Eiga ekki konurnar sjálfar að bera ábyrgð á því að hafa alltaf með sér túrtappa?“ Ég byrja oftast á því að svara þessari spurningu með spurningunni, „Ættir þú þá ekki að bera ábyrgð á því að ganga um með klósettpappír á þér?“ Auk þess, „Af hverju ætti ég frekar að ganga um með veski en þú?“ (Ég skal spara ykkur öll mín kvörtunarefni yfir hinum þröngu og litlu vösum á buxum kvenna.) Fyrir hönd kvenna get ég með öryggi staðfest að það er mun auðveldara að halda í sér þegar maður þarf að pissa en að halda blóði í sér. Það er einfaldlega ekki hægt. Ekki frekar en að halda barni í maganum á konu. Þegar barnið ætlar sér að koma, þá kemur það. Konur geta haldið dagbók um hvenær þær eigi að byrja á túr með hinni hreinustu samvisku, en þó geta þær alltaf byrjað of snemma eða á ólíklegustu stundum. Meira að segja þótt þær séu á pillunni. Samkvæmt bandarískum samtökum sem berjast fyrir auknu og gjaldslausu aðgengi að dömubindum og túrtöppum byrja um 86% bandarískra kvenna á aldrinum 18-54 óvænt á túr án þess að vera með túrtappa eða dömubindi á sér. Enginn þarf að hugsa sig tvisvar um þegar skaffa á sápu, handþurrkur, sótthreinsi og klósettpappír á almenningssalerni. Af hverju ekki? Nú, því að svona hreinlætisaðgerðir eru forsenda þess að hægt sé að halda sýklum sem geta skaðað heilsu almennings í skefjum. Rannsóknir sýna að slæm umhirða í kringum tíðlát geta valdið þvagfærasýkingum, eiturlosi og kynfærasjúkdómum, og einnig aukið líkur á ófrjósemi um 70%. Aukið aðgengi að dömubindum myndi því stuðla að bættri heilsu kvenna, ekki síst þeirra sem hafa lítið á milli handanna og eiga ekki einu sinni efni á svona “lúxusvöru”. Þar að auki eiga ungar stúlkur sem byrja á túr í fyrsta skipti, ekki að þurfa að finna fyrir skömm og líða eins og eitthvað sé að þeim fyrir að þurfa að fara til skólahjúkrunarfræðingsins til að fá dömubindi. Þær ættu að geta gengið beint í þau á almenningssalernum. Aukið aðgengi almennings að dömubindum bætir ekki aðeins heilsu kvenna, heldur myndi það einnig draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins og annarra fyrirtækja. Seinustu þrjú ár hef ég unnið fyrir Te&Kaffi og þótti mér mikið til koma þegar vinnustaðurinn minn ákvað að panta inn dömubindi til að starfsmennirnir ættu beinan aðgang að þeim í neyð. Te & Kaffi hefur uppgötvað að það kostar meira að missa starfsmann úr vinnu til að hlaupa út í búð að kaupa dömubindi en að kaupa túrbindi til að hafa á staðnum. Það getur verið það mikið að gera í kaffiiðnaðinum að ekki gefst tækifæri fyrir starfsmenn að hlaupa út í búð. Og ekki er betra að starfsfólk gangi um í blóðugum buxum þannig að konugreyin þurfa að hlaupa út í búð og skilja restina af starfsfólkinu eftir undir álagi annríkis og með pirraða kúnna sem fá kaffið sitt ekki nógu hratt. Samkvæmt Huffington Post kostar ekki einu sinni kaffibolla fyrir fyrirtæki að útvega dömubindi í heilt ár fyrir eina konu. Má ekki spara einn kaffibolla til að kaupa svona nauðsynlega vöru fyrir konur? Ef ríkisstjórninni þykir of kostnaðarsamt að útvega dömubindi má alveg ræða verð túrbinda. Þá kem ég að seinni leiðinni til að auka lífsgæði kvenna. Samkvæmt grein á mbl frá árinu 2015 hefur virðisaukaskattur verið lagður af smokkum og bleyjum til að koma til móts við ungt fólk og barnafjölskyldur. Smokkar draga úr óvæntum þungunum en það sem meira er, þeir draga talsvert úr kynsjúkdómum. Það er frábært að hugsað sé til heilsu fólks með þessu móti, en þó hefur gleymst að hugsa til heilsu kvenna og fella einnig niður virðisaukaskatt af dömubindum. Samkvæmt fyrrnefndri mbl grein kemur fram að kona sem fer á blæðingar í 35 ár mun að lokum hafa borgað allt að 65.500 kr. í skatt. Hér er aðeins verið að ræða um virðisaukaskattinn sem er nú um 24% á dömubindum (Hallur Már Hallsson, 2015). Ég spyr þess sama og Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar Framtíðar, „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?” Varningur fyrir tíðlát ætti ekki að vera lúxusvara heldur réttur kvenna. Þú þarft ekki að vera heimilislaus kona til að eiga erfitt með að verða þér úti um túrvörur. Ég er venjulegur íslenskur nemandi með aukavinnu sem hefur oft staðið frammi fyrir því hvort hún eigi að kaupa túrbindi eða eyða seinustu krónunum sínum í mat í lok mánaðar. Þótt ég eigi mögulega efni á einum pakka af bindum er það ekki endilega nóg ef mikið blæðir úr mér. Ég hef einfaldlega ekki alltaf átt nóg fyrir þeim skammti af túrbindum sem ég þarf á að halda. Þegar ég líð skort á dömubindum eða er ekki nógu nálægt búð, hef ég oft gert svona „DIY“ bindi úr klósettpappír til að redda mér en samt blæðir í gegn. Ég hef ósjaldan þurft að fara heim úr tíma í skólanum eða úr vinnunni til að skipta um buxur og kaupa bindi. Það er fátt sem særir stolt mitt meira en blóðugar buxur eða blóðugur skrifborðsstóll. Ég veit að ég er ekki ein um þetta vandamál. Ef það væri aukið aðgengi á bindum á almenningssalernum, þyrfti ég ekki að missa laun vegna fjarveru í vinnu eða missa af mikilvægum tímum í skólanum. Karlmenn hafa aðengi að öllum grundvallar nauðsynjavörum á almenningssalernum, en konur sem enn berjast gegn kynbundnum launamismuni þurfa að greiða fyrir áminningu náttúrunnar um að þær séu konur. Við getum ekki sannfært náttúruna um að afnema tíðlát kvenna, en við getum í sameiningu sannfært ríkisstjórnina um að afnema virðisaukaskatt á túrbindum og auka aðgengi kvenna að dömubindum á almenningssalernum. Gleymum ekki, að ekkert okkar væri hér ef konur færu ekki á túr. „Hvar endar þetta?“ spyr fólk gjarnan. „Biðja stelpur ekki næst um svitalyktareyði eða snyrtivörur á baðherbergin?“ Svarið er „nei.“ Að fara á blæðingar er enginn lúxus og það á ekki að vera lúxus að geta haldið hreinlæti í kringum þær og þar með komið í veg fyrir sjúkdóma. Hvar endar þetta? Þetta endar þegar heilbrigði kvenna er í jafn miklu fyrirrúmi og heilbrigði karla. Þetta endar þegar helmingur mannkynsins fær jafn mikil réttindi og hinn helmingur mannkynsins. Það ætti ekki að þurfa kosta mig meira að vera kona en maður. Samkvæmt stöðu mála er þetta rétt að byrja. Að lokum velti ég fyrir mér, með auknum túrisma á Íslandi, eigum við ekki efni á túr-isma kvenna? #égertúristi #blóðugbaráttakvenna P.S. Ég var ekki á túr þegar ég skrifaði þessa grein.Höfundur er háskólanemi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun