Viljum við byggja 9 milljarða minnismerki um bankahrunið? Björn B. Björnsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar