Hvað er að í skólastarfinu? Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 6. mars 2018 07:00 Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun