Ekki fyrir annan en lögreglu að taka á fólki í geðrofi vegna neyslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:40 Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“ Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“
Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21