Konur þurfa frið Auður Lilja Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun