Sektarákvæði jafnréttislaga hefur aldrei verið nýtt Erna Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Jafnréttislög hafa verið í gildi hér á landi í rúm 40 ár og tekið nokkrum breytingum á þeim tíma. Ljóst er að frá setningu laganna hefur staða jafnréttismála breyst verulega til batnaðar. Engu að síður er kynbundinn launamunur viðvarandi vandamál og konur eru í minnihluta í öllum áhrifastöðum hvert sem litið er. Þá er kynferðisleg og kynbundin áreitni á vinnustöðum stórkostlega alvarlegt mál eins og nýlegar frásagnir kvenna hafa leitt í ljós. Árið 2008 fór fram heildarendurskoðun á jafnréttislögum. Þá voru tekin tvö skref sem áttu að stuðla að því að markmiði laganna um jafnrétti kynjanna yrði náð. Í fyrsta lagi voru úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðir bindandi og í öðru lagi var kveðið á um sektarheimildir Jafnréttisstofu. Sektirnar geta numið allt að 50.000 kr. á dag þar til viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. Slíkum dagsektum hefur hins vegar aldrei verið beitt.Háar sektir við brotum á nýrri persónuverndarlöggjöf Á þessu ári mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi hérlendis þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Lögunum er m.a. ætlað að vernda rétt einstaklinga til að stjórna eigin persónuupplýsingum. Brot á persónuverndarlöggjöfinni munu geta haft miklar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðra sem vinna með persónuupplýsingar. Eftirlitsstofnanir munu geta sektað fyrirtæki um allt að 4% af árlegri heildarveltu á heimsmarkaði fyrir brot á lögunum eða sem nemur allt að 20 milljónum evra. Slíka sekt verður t.d. hægt að leggja á hafi fyrirtæki farið gegn markmiðum laganna eða ef ekki liggur fyrir fullnægjandi samþykki frá einstaklingi fyrir því að unnið sé úr persónugreinanlegum gögnum um hann. Í marga mánuði hafa fyrirtæki og stofnanir unnið hörðum höndum að því að undirbúa innleiðingu persónuverndarlaganna, m.a. til þess að forðast sektir.Brot á jafnréttislögum hafi efnahagslegar afleiðingar Eins og staðan er nú hefur það engar efnahagslegar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að brjóta jafnréttislögin. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sérfræðinga til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Starfshópnum er ætlað vinna úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar jafnréttislöggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála og á að skila af sér haustið 2018. Í framhaldinu mun þverpólitísk nefnd taka við og skila ráðherra drögum að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni og stuðla enn frekar að jafnrétti kynjanna og eflingu úrræða, auk tillagna að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála. Þetta eru góð og gild markmið en það er mat mitt að því miður sé eina ráðið að fara að fordæmi nýrra persónuverndarlaga og fylgja brotum á jafnréttislögum kröftuglega eftir með háum sektum. Það er það eina sem virkar þangað til raunverulegt jafnrétti er komið á hér á landi.Höfundur er framkvæmdastjóri BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Jafnréttislög hafa verið í gildi hér á landi í rúm 40 ár og tekið nokkrum breytingum á þeim tíma. Ljóst er að frá setningu laganna hefur staða jafnréttismála breyst verulega til batnaðar. Engu að síður er kynbundinn launamunur viðvarandi vandamál og konur eru í minnihluta í öllum áhrifastöðum hvert sem litið er. Þá er kynferðisleg og kynbundin áreitni á vinnustöðum stórkostlega alvarlegt mál eins og nýlegar frásagnir kvenna hafa leitt í ljós. Árið 2008 fór fram heildarendurskoðun á jafnréttislögum. Þá voru tekin tvö skref sem áttu að stuðla að því að markmiði laganna um jafnrétti kynjanna yrði náð. Í fyrsta lagi voru úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðir bindandi og í öðru lagi var kveðið á um sektarheimildir Jafnréttisstofu. Sektirnar geta numið allt að 50.000 kr. á dag þar til viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. Slíkum dagsektum hefur hins vegar aldrei verið beitt.Háar sektir við brotum á nýrri persónuverndarlöggjöf Á þessu ári mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi hérlendis þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Lögunum er m.a. ætlað að vernda rétt einstaklinga til að stjórna eigin persónuupplýsingum. Brot á persónuverndarlöggjöfinni munu geta haft miklar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðra sem vinna með persónuupplýsingar. Eftirlitsstofnanir munu geta sektað fyrirtæki um allt að 4% af árlegri heildarveltu á heimsmarkaði fyrir brot á lögunum eða sem nemur allt að 20 milljónum evra. Slíka sekt verður t.d. hægt að leggja á hafi fyrirtæki farið gegn markmiðum laganna eða ef ekki liggur fyrir fullnægjandi samþykki frá einstaklingi fyrir því að unnið sé úr persónugreinanlegum gögnum um hann. Í marga mánuði hafa fyrirtæki og stofnanir unnið hörðum höndum að því að undirbúa innleiðingu persónuverndarlaganna, m.a. til þess að forðast sektir.Brot á jafnréttislögum hafi efnahagslegar afleiðingar Eins og staðan er nú hefur það engar efnahagslegar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að brjóta jafnréttislögin. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sérfræðinga til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Starfshópnum er ætlað vinna úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar jafnréttislöggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála og á að skila af sér haustið 2018. Í framhaldinu mun þverpólitísk nefnd taka við og skila ráðherra drögum að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni og stuðla enn frekar að jafnrétti kynjanna og eflingu úrræða, auk tillagna að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála. Þetta eru góð og gild markmið en það er mat mitt að því miður sé eina ráðið að fara að fordæmi nýrra persónuverndarlaga og fylgja brotum á jafnréttislögum kröftuglega eftir með háum sektum. Það er það eina sem virkar þangað til raunverulegt jafnrétti er komið á hér á landi.Höfundur er framkvæmdastjóri BHM
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun