Sektarákvæði jafnréttislaga hefur aldrei verið nýtt Erna Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Jafnréttislög hafa verið í gildi hér á landi í rúm 40 ár og tekið nokkrum breytingum á þeim tíma. Ljóst er að frá setningu laganna hefur staða jafnréttismála breyst verulega til batnaðar. Engu að síður er kynbundinn launamunur viðvarandi vandamál og konur eru í minnihluta í öllum áhrifastöðum hvert sem litið er. Þá er kynferðisleg og kynbundin áreitni á vinnustöðum stórkostlega alvarlegt mál eins og nýlegar frásagnir kvenna hafa leitt í ljós. Árið 2008 fór fram heildarendurskoðun á jafnréttislögum. Þá voru tekin tvö skref sem áttu að stuðla að því að markmiði laganna um jafnrétti kynjanna yrði náð. Í fyrsta lagi voru úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðir bindandi og í öðru lagi var kveðið á um sektarheimildir Jafnréttisstofu. Sektirnar geta numið allt að 50.000 kr. á dag þar til viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. Slíkum dagsektum hefur hins vegar aldrei verið beitt.Háar sektir við brotum á nýrri persónuverndarlöggjöf Á þessu ári mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi hérlendis þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Lögunum er m.a. ætlað að vernda rétt einstaklinga til að stjórna eigin persónuupplýsingum. Brot á persónuverndarlöggjöfinni munu geta haft miklar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðra sem vinna með persónuupplýsingar. Eftirlitsstofnanir munu geta sektað fyrirtæki um allt að 4% af árlegri heildarveltu á heimsmarkaði fyrir brot á lögunum eða sem nemur allt að 20 milljónum evra. Slíka sekt verður t.d. hægt að leggja á hafi fyrirtæki farið gegn markmiðum laganna eða ef ekki liggur fyrir fullnægjandi samþykki frá einstaklingi fyrir því að unnið sé úr persónugreinanlegum gögnum um hann. Í marga mánuði hafa fyrirtæki og stofnanir unnið hörðum höndum að því að undirbúa innleiðingu persónuverndarlaganna, m.a. til þess að forðast sektir.Brot á jafnréttislögum hafi efnahagslegar afleiðingar Eins og staðan er nú hefur það engar efnahagslegar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að brjóta jafnréttislögin. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sérfræðinga til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Starfshópnum er ætlað vinna úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar jafnréttislöggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála og á að skila af sér haustið 2018. Í framhaldinu mun þverpólitísk nefnd taka við og skila ráðherra drögum að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni og stuðla enn frekar að jafnrétti kynjanna og eflingu úrræða, auk tillagna að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála. Þetta eru góð og gild markmið en það er mat mitt að því miður sé eina ráðið að fara að fordæmi nýrra persónuverndarlaga og fylgja brotum á jafnréttislögum kröftuglega eftir með háum sektum. Það er það eina sem virkar þangað til raunverulegt jafnrétti er komið á hér á landi.Höfundur er framkvæmdastjóri BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jafnréttislög hafa verið í gildi hér á landi í rúm 40 ár og tekið nokkrum breytingum á þeim tíma. Ljóst er að frá setningu laganna hefur staða jafnréttismála breyst verulega til batnaðar. Engu að síður er kynbundinn launamunur viðvarandi vandamál og konur eru í minnihluta í öllum áhrifastöðum hvert sem litið er. Þá er kynferðisleg og kynbundin áreitni á vinnustöðum stórkostlega alvarlegt mál eins og nýlegar frásagnir kvenna hafa leitt í ljós. Árið 2008 fór fram heildarendurskoðun á jafnréttislögum. Þá voru tekin tvö skref sem áttu að stuðla að því að markmiði laganna um jafnrétti kynjanna yrði náð. Í fyrsta lagi voru úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðir bindandi og í öðru lagi var kveðið á um sektarheimildir Jafnréttisstofu. Sektirnar geta numið allt að 50.000 kr. á dag þar til viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. Slíkum dagsektum hefur hins vegar aldrei verið beitt.Háar sektir við brotum á nýrri persónuverndarlöggjöf Á þessu ári mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi hérlendis þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Lögunum er m.a. ætlað að vernda rétt einstaklinga til að stjórna eigin persónuupplýsingum. Brot á persónuverndarlöggjöfinni munu geta haft miklar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðra sem vinna með persónuupplýsingar. Eftirlitsstofnanir munu geta sektað fyrirtæki um allt að 4% af árlegri heildarveltu á heimsmarkaði fyrir brot á lögunum eða sem nemur allt að 20 milljónum evra. Slíka sekt verður t.d. hægt að leggja á hafi fyrirtæki farið gegn markmiðum laganna eða ef ekki liggur fyrir fullnægjandi samþykki frá einstaklingi fyrir því að unnið sé úr persónugreinanlegum gögnum um hann. Í marga mánuði hafa fyrirtæki og stofnanir unnið hörðum höndum að því að undirbúa innleiðingu persónuverndarlaganna, m.a. til þess að forðast sektir.Brot á jafnréttislögum hafi efnahagslegar afleiðingar Eins og staðan er nú hefur það engar efnahagslegar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að brjóta jafnréttislögin. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sérfræðinga til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Starfshópnum er ætlað vinna úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar jafnréttislöggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála og á að skila af sér haustið 2018. Í framhaldinu mun þverpólitísk nefnd taka við og skila ráðherra drögum að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni og stuðla enn frekar að jafnrétti kynjanna og eflingu úrræða, auk tillagna að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála. Þetta eru góð og gild markmið en það er mat mitt að því miður sé eina ráðið að fara að fordæmi nýrra persónuverndarlaga og fylgja brotum á jafnréttislögum kröftuglega eftir með háum sektum. Það er það eina sem virkar þangað til raunverulegt jafnrétti er komið á hér á landi.Höfundur er framkvæmdastjóri BHM
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun