Göngum við í takt? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:57 Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun