Leikskólamálin í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 22. febrúar 2018 07:58 Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar