Hugsum áður en við kaupum Berglind Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 17:10 Við eigum það öll sameiginlegt að búa á jörðinni. Hún er okkar heimili. Ef það væri engin jörð værum við sennilega ekki til. Þrátt fyrir þennan skilning er mengun og sóun auðlinda stærsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Stór þáttur í mengun og umhverfisvandamálum er neysla okkar. Fólk vill eiga allt það nýjasta og fínasta og kaupir það hiklaust. Þetta hefur miklar og alvarlegar afleiðingar og veldur því að mengun og óþarfa sóun auðlinda verður alltaf stærra og alvarlegra vandamál.Er það þess virði? Þetta kaupæði verður til þess að fólk situr uppi með hluti sem það hefur litla sem enga þörf fyrir. Einnig hafa kaup á netinu orðið sívinsælli síðustu árin og því hafa vöruflutningar milli landa aukist umtalsvert, sem er slæmt. Á meðan við höldum áfram að kaupa og safna að okkur hlutum, heldur vöruframleiðsla áfram, því eftirspurn okkar ræður mestu um hve mikið er framleitt. Ég er unglingur á menntaskólaaldri og kaupi mér stundum föt á netinu. En því fylgir ákveðin áhætta, mun meiri en þegar við förum út í búð og verslum. Í búðinni sjáum við og finnum nákvæmlega hvernig varan er en ekki á netinu. Hver hefur ekki lent í því að hafa keypt eitthvað á netinu og þegar það kemur er það allt öðruvísi en þú hélst? Þegar við pöntum okkur t.d. föt á netinu munu þau ferðast þúsundir kílómetra áður en við fáum þau í hendurnar í tvöföldum plastpoka. Fatnaður er mjög oft framleiddur við slæmar aðstæður láglauna verkafólks og barnaþrælkun er algeng. Mikið af fötum sem við klæðumst innihalda pólýester, nælon eða akrýl. Þetta eru plastagnir sem einnig er algengt að finna í snyrtivörum. Þessar plastagnir skolast svo smám saman úr fötunum í þvotti og enda úti í sjó og það sama má segja um plastagnirnar í snyrtivörunum. Allt þetta ferli, frá A-Ö, er mjög mengandi, framleiðsla, umbúðir, flutningur og varan sjálf.Neysluglaðir Íslendingar Neysla Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt globalis.is losar meðal Íslendingur um 6,08 tonn af koltvísýringi á ári en meðal Svíi einungis um 4,62 tonn. Því er mjög mikilvægt að við horfum í eigin barm og hugsum gagnrýnið þegar við verslum. Leitum að umhverfisvænum kosti. Spyrjum okkur spurninga eins og; getum við nýtt vöruna til hins ýtrasta? Þurfum við á henni að halda? Hvert er innihaldið? Hvaðan kom varan? Og þar fram eftir götunum. Við þurfum ekki alfarið að hætta að versla en við verðum að draga úr innkaupum til muna og sýna þannig meiri ábyrgð í umgengni okkar við jörðina.Heimildirhttps://www.globalis.is https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/https://vefir.nams.is/dagsins/neysla/neysla_3.pdfhttps://skemman.is/bitstream/1946/28053/1/hringlagahagkerfi%2C%20lokaskjal.pdfHöfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við eigum það öll sameiginlegt að búa á jörðinni. Hún er okkar heimili. Ef það væri engin jörð værum við sennilega ekki til. Þrátt fyrir þennan skilning er mengun og sóun auðlinda stærsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Stór þáttur í mengun og umhverfisvandamálum er neysla okkar. Fólk vill eiga allt það nýjasta og fínasta og kaupir það hiklaust. Þetta hefur miklar og alvarlegar afleiðingar og veldur því að mengun og óþarfa sóun auðlinda verður alltaf stærra og alvarlegra vandamál.Er það þess virði? Þetta kaupæði verður til þess að fólk situr uppi með hluti sem það hefur litla sem enga þörf fyrir. Einnig hafa kaup á netinu orðið sívinsælli síðustu árin og því hafa vöruflutningar milli landa aukist umtalsvert, sem er slæmt. Á meðan við höldum áfram að kaupa og safna að okkur hlutum, heldur vöruframleiðsla áfram, því eftirspurn okkar ræður mestu um hve mikið er framleitt. Ég er unglingur á menntaskólaaldri og kaupi mér stundum föt á netinu. En því fylgir ákveðin áhætta, mun meiri en þegar við förum út í búð og verslum. Í búðinni sjáum við og finnum nákvæmlega hvernig varan er en ekki á netinu. Hver hefur ekki lent í því að hafa keypt eitthvað á netinu og þegar það kemur er það allt öðruvísi en þú hélst? Þegar við pöntum okkur t.d. föt á netinu munu þau ferðast þúsundir kílómetra áður en við fáum þau í hendurnar í tvöföldum plastpoka. Fatnaður er mjög oft framleiddur við slæmar aðstæður láglauna verkafólks og barnaþrælkun er algeng. Mikið af fötum sem við klæðumst innihalda pólýester, nælon eða akrýl. Þetta eru plastagnir sem einnig er algengt að finna í snyrtivörum. Þessar plastagnir skolast svo smám saman úr fötunum í þvotti og enda úti í sjó og það sama má segja um plastagnirnar í snyrtivörunum. Allt þetta ferli, frá A-Ö, er mjög mengandi, framleiðsla, umbúðir, flutningur og varan sjálf.Neysluglaðir Íslendingar Neysla Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt globalis.is losar meðal Íslendingur um 6,08 tonn af koltvísýringi á ári en meðal Svíi einungis um 4,62 tonn. Því er mjög mikilvægt að við horfum í eigin barm og hugsum gagnrýnið þegar við verslum. Leitum að umhverfisvænum kosti. Spyrjum okkur spurninga eins og; getum við nýtt vöruna til hins ýtrasta? Þurfum við á henni að halda? Hvert er innihaldið? Hvaðan kom varan? Og þar fram eftir götunum. Við þurfum ekki alfarið að hætta að versla en við verðum að draga úr innkaupum til muna og sýna þannig meiri ábyrgð í umgengni okkar við jörðina.Heimildirhttps://www.globalis.is https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/https://vefir.nams.is/dagsins/neysla/neysla_3.pdfhttps://skemman.is/bitstream/1946/28053/1/hringlagahagkerfi%2C%20lokaskjal.pdfHöfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun