Hugsum áður en við kaupum Berglind Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 17:10 Við eigum það öll sameiginlegt að búa á jörðinni. Hún er okkar heimili. Ef það væri engin jörð værum við sennilega ekki til. Þrátt fyrir þennan skilning er mengun og sóun auðlinda stærsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Stór þáttur í mengun og umhverfisvandamálum er neysla okkar. Fólk vill eiga allt það nýjasta og fínasta og kaupir það hiklaust. Þetta hefur miklar og alvarlegar afleiðingar og veldur því að mengun og óþarfa sóun auðlinda verður alltaf stærra og alvarlegra vandamál.Er það þess virði? Þetta kaupæði verður til þess að fólk situr uppi með hluti sem það hefur litla sem enga þörf fyrir. Einnig hafa kaup á netinu orðið sívinsælli síðustu árin og því hafa vöruflutningar milli landa aukist umtalsvert, sem er slæmt. Á meðan við höldum áfram að kaupa og safna að okkur hlutum, heldur vöruframleiðsla áfram, því eftirspurn okkar ræður mestu um hve mikið er framleitt. Ég er unglingur á menntaskólaaldri og kaupi mér stundum föt á netinu. En því fylgir ákveðin áhætta, mun meiri en þegar við förum út í búð og verslum. Í búðinni sjáum við og finnum nákvæmlega hvernig varan er en ekki á netinu. Hver hefur ekki lent í því að hafa keypt eitthvað á netinu og þegar það kemur er það allt öðruvísi en þú hélst? Þegar við pöntum okkur t.d. föt á netinu munu þau ferðast þúsundir kílómetra áður en við fáum þau í hendurnar í tvöföldum plastpoka. Fatnaður er mjög oft framleiddur við slæmar aðstæður láglauna verkafólks og barnaþrælkun er algeng. Mikið af fötum sem við klæðumst innihalda pólýester, nælon eða akrýl. Þetta eru plastagnir sem einnig er algengt að finna í snyrtivörum. Þessar plastagnir skolast svo smám saman úr fötunum í þvotti og enda úti í sjó og það sama má segja um plastagnirnar í snyrtivörunum. Allt þetta ferli, frá A-Ö, er mjög mengandi, framleiðsla, umbúðir, flutningur og varan sjálf.Neysluglaðir Íslendingar Neysla Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt globalis.is losar meðal Íslendingur um 6,08 tonn af koltvísýringi á ári en meðal Svíi einungis um 4,62 tonn. Því er mjög mikilvægt að við horfum í eigin barm og hugsum gagnrýnið þegar við verslum. Leitum að umhverfisvænum kosti. Spyrjum okkur spurninga eins og; getum við nýtt vöruna til hins ýtrasta? Þurfum við á henni að halda? Hvert er innihaldið? Hvaðan kom varan? Og þar fram eftir götunum. Við þurfum ekki alfarið að hætta að versla en við verðum að draga úr innkaupum til muna og sýna þannig meiri ábyrgð í umgengni okkar við jörðina.Heimildirhttps://www.globalis.is https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/https://vefir.nams.is/dagsins/neysla/neysla_3.pdfhttps://skemman.is/bitstream/1946/28053/1/hringlagahagkerfi%2C%20lokaskjal.pdfHöfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum það öll sameiginlegt að búa á jörðinni. Hún er okkar heimili. Ef það væri engin jörð værum við sennilega ekki til. Þrátt fyrir þennan skilning er mengun og sóun auðlinda stærsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Stór þáttur í mengun og umhverfisvandamálum er neysla okkar. Fólk vill eiga allt það nýjasta og fínasta og kaupir það hiklaust. Þetta hefur miklar og alvarlegar afleiðingar og veldur því að mengun og óþarfa sóun auðlinda verður alltaf stærra og alvarlegra vandamál.Er það þess virði? Þetta kaupæði verður til þess að fólk situr uppi með hluti sem það hefur litla sem enga þörf fyrir. Einnig hafa kaup á netinu orðið sívinsælli síðustu árin og því hafa vöruflutningar milli landa aukist umtalsvert, sem er slæmt. Á meðan við höldum áfram að kaupa og safna að okkur hlutum, heldur vöruframleiðsla áfram, því eftirspurn okkar ræður mestu um hve mikið er framleitt. Ég er unglingur á menntaskólaaldri og kaupi mér stundum föt á netinu. En því fylgir ákveðin áhætta, mun meiri en þegar við förum út í búð og verslum. Í búðinni sjáum við og finnum nákvæmlega hvernig varan er en ekki á netinu. Hver hefur ekki lent í því að hafa keypt eitthvað á netinu og þegar það kemur er það allt öðruvísi en þú hélst? Þegar við pöntum okkur t.d. föt á netinu munu þau ferðast þúsundir kílómetra áður en við fáum þau í hendurnar í tvöföldum plastpoka. Fatnaður er mjög oft framleiddur við slæmar aðstæður láglauna verkafólks og barnaþrælkun er algeng. Mikið af fötum sem við klæðumst innihalda pólýester, nælon eða akrýl. Þetta eru plastagnir sem einnig er algengt að finna í snyrtivörum. Þessar plastagnir skolast svo smám saman úr fötunum í þvotti og enda úti í sjó og það sama má segja um plastagnirnar í snyrtivörunum. Allt þetta ferli, frá A-Ö, er mjög mengandi, framleiðsla, umbúðir, flutningur og varan sjálf.Neysluglaðir Íslendingar Neysla Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt globalis.is losar meðal Íslendingur um 6,08 tonn af koltvísýringi á ári en meðal Svíi einungis um 4,62 tonn. Því er mjög mikilvægt að við horfum í eigin barm og hugsum gagnrýnið þegar við verslum. Leitum að umhverfisvænum kosti. Spyrjum okkur spurninga eins og; getum við nýtt vöruna til hins ýtrasta? Þurfum við á henni að halda? Hvert er innihaldið? Hvaðan kom varan? Og þar fram eftir götunum. Við þurfum ekki alfarið að hætta að versla en við verðum að draga úr innkaupum til muna og sýna þannig meiri ábyrgð í umgengni okkar við jörðina.Heimildirhttps://www.globalis.is https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/https://vefir.nams.is/dagsins/neysla/neysla_3.pdfhttps://skemman.is/bitstream/1946/28053/1/hringlagahagkerfi%2C%20lokaskjal.pdfHöfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun