Þjónusta við börn og barnafjölskyldur! Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2018 17:17 Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun